Ásakanir um fleiri fjöldamorð 2. júní 2006 18:45 Nýjar ásakanir eru komnar fram um að bandarískir hermenn hafi myrt íraska borgara með köldu blóði, að þessu sinni í bænum Ishaqi í mars síðastliðnum, þar sem ellefu manns lágu í valnum. Fyrrverandi yfirmaður Abu Ghraib-fangelsisins dregur í efa að fjöldamorðin þar og í Haditha séu einsdæmi. Fjöldamorðin sem framin voru í bænum Haditha í Írak í nóvember á síðasta ári hafa hvarvetna vakið óhug og reiði. Flest virðist benda til að þar hafi bandarískir landgönguliðar myrt í hefndarskyni tvær tylftir saklauss fólks, þar á meðal börn og gamalmenni. Nú eru komnar fram nýjar ásakanir um að bandarískir hermenn hafi í mars síðastliðnum framið jafn hroðalegan glæp annars staðar í landinu, í smábænum Ishaqi skammt norður af Bagdad. Á sínum tíma gáfu Bandaríkjamenn þær skýringar að í húsinu hefðu verið menn sem viðriðnir væru starfsemi al-Kaída og því hefði komið til átaka sem lyktaði með því að loftárás var gerð á húsið. Írakar segja hins vegar að innandyra hafi að mestu verið konur og börn. Írösk stjórnvöld hafa sjálf hafið rannsókn á morðunum í Haditha og Bandaríkjaher tilkynnti í gær að hermenn myndu eftirleiðis fá sérstaka kennslu í siðfræði. Þótt ráðamenn hafi fordæmt ofbeldið og heitið hörðum refsingum hlýtur sú spurning að vakna hvort einungis óbreyttir hermenn beri á því ábyrgð. Í Ishaqi voru herþotur notaðar til að eyðileggja hús og íbúar Haditha staðhæfa að það hafi líka verið gert þar en til þess þarf skipun frá yfirmönnum. Erlent Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Nýjar ásakanir eru komnar fram um að bandarískir hermenn hafi myrt íraska borgara með köldu blóði, að þessu sinni í bænum Ishaqi í mars síðastliðnum, þar sem ellefu manns lágu í valnum. Fyrrverandi yfirmaður Abu Ghraib-fangelsisins dregur í efa að fjöldamorðin þar og í Haditha séu einsdæmi. Fjöldamorðin sem framin voru í bænum Haditha í Írak í nóvember á síðasta ári hafa hvarvetna vakið óhug og reiði. Flest virðist benda til að þar hafi bandarískir landgönguliðar myrt í hefndarskyni tvær tylftir saklauss fólks, þar á meðal börn og gamalmenni. Nú eru komnar fram nýjar ásakanir um að bandarískir hermenn hafi í mars síðastliðnum framið jafn hroðalegan glæp annars staðar í landinu, í smábænum Ishaqi skammt norður af Bagdad. Á sínum tíma gáfu Bandaríkjamenn þær skýringar að í húsinu hefðu verið menn sem viðriðnir væru starfsemi al-Kaída og því hefði komið til átaka sem lyktaði með því að loftárás var gerð á húsið. Írakar segja hins vegar að innandyra hafi að mestu verið konur og börn. Írösk stjórnvöld hafa sjálf hafið rannsókn á morðunum í Haditha og Bandaríkjaher tilkynnti í gær að hermenn myndu eftirleiðis fá sérstaka kennslu í siðfræði. Þótt ráðamenn hafi fordæmt ofbeldið og heitið hörðum refsingum hlýtur sú spurning að vakna hvort einungis óbreyttir hermenn beri á því ábyrgð. Í Ishaqi voru herþotur notaðar til að eyðileggja hús og íbúar Haditha staðhæfa að það hafi líka verið gert þar en til þess þarf skipun frá yfirmönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira