Grunur um fleiri fjöldamorð 2. júní 2006 09:15 Bandarískir hermenn á götum Haditha í Írak. MYND/AP Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Bandarísk hermálayfirvöld segja að ábending hafi borist um að al-Kaída liði væri í heimsókn í húsi í bænum. Fjórir hafi síðan fallið þegar þak hússins hrundi eftir stanslausa skothríð, meinti al-Kaída liðinn, tvær konur og eitt barn. Íraskir lögreglumenn sögðu þó aðra sögu. Hermennirnir hefðu smalað fólkinu í húsinu saman á einn stað þar inni, ellefu manns allt í allt, þar á meðal fimm börn og fjórar konur, og síðan sprengt bygginguna. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur nú undir höndum myndband sem virðist renna stoðum undir frásögn írösku lögreglumannanna og benda myndir til þess að fólkið hafi verið skotið. Myndefnið mun hafa komið frá samtökum harðlínumanna úr hópi súnní-múslima sem eru andvígir veru bandarísks herliðs í Írak. Að sögn BBC hefur myndbandið verið yfirfarið og allt bendir til að það sé ósvikið. Meint fjöldamorð bandarískra landgönguliða í bænum Haditha í Írak í nóvember í fyrra eru í rannsókn og talið að fleiri mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Bandaríkjaforseti hefur heitið hörðum refsingum verði landgönguliðarnir sakfelldir fyrir fjöldamorð. Í gær fyrirskipaði svo Bandaríkjaher að allir liðsmenn hans yrðu sendir sérstaka þjálfun sem miðar að því að taka á siðfræði og fara yfir þau gildi sem skilja hermennina að frá óvinum þeirra eins og það er orðað. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir atburðina í Haditha hræðilegan glæp en hann hefur hingað til ekki viðhaft jafn hörð orð um málið síðan hann tók við völdum fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann ætlar að óska eftir því að bandarísk yfirvöld afhendi sér þau gögn sem lögð hafi verið fram í rannsókn á málinu. Erlent Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið. Bandarísk hermálayfirvöld segja að ábending hafi borist um að al-Kaída liði væri í heimsókn í húsi í bænum. Fjórir hafi síðan fallið þegar þak hússins hrundi eftir stanslausa skothríð, meinti al-Kaída liðinn, tvær konur og eitt barn. Íraskir lögreglumenn sögðu þó aðra sögu. Hermennirnir hefðu smalað fólkinu í húsinu saman á einn stað þar inni, ellefu manns allt í allt, þar á meðal fimm börn og fjórar konur, og síðan sprengt bygginguna. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur nú undir höndum myndband sem virðist renna stoðum undir frásögn írösku lögreglumannanna og benda myndir til þess að fólkið hafi verið skotið. Myndefnið mun hafa komið frá samtökum harðlínumanna úr hópi súnní-múslima sem eru andvígir veru bandarísks herliðs í Írak. Að sögn BBC hefur myndbandið verið yfirfarið og allt bendir til að það sé ósvikið. Meint fjöldamorð bandarískra landgönguliða í bænum Haditha í Írak í nóvember í fyrra eru í rannsókn og talið að fleiri mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Bandaríkjaforseti hefur heitið hörðum refsingum verði landgönguliðarnir sakfelldir fyrir fjöldamorð. Í gær fyrirskipaði svo Bandaríkjaher að allir liðsmenn hans yrðu sendir sérstaka þjálfun sem miðar að því að taka á siðfræði og fara yfir þau gildi sem skilja hermennina að frá óvinum þeirra eins og það er orðað. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir atburðina í Haditha hræðilegan glæp en hann hefur hingað til ekki viðhaft jafn hörð orð um málið síðan hann tók við völdum fyrir tæpum hálfum mánuði. Hann ætlar að óska eftir því að bandarísk yfirvöld afhendi sér þau gögn sem lögð hafi verið fram í rannsókn á málinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira