Fótbolti

Ástralía

Ástralir eru í F riðli með Brasilíumönnum, Japönum og Króötum. Þeir eru í 42. sæti á styrkleikalista FIFA . Það gæti orðið barátta um annað sætið í riðlinum ef við gefum okkur að heimsmeistararnir vinni hann.

Ástralir slógu loks út Úrúgvæa í umspili og það í vítaspyrnukeppni. Þeir eru með leikmenn sem leika út um allt meginland Evrópu og á Englandi. Með einn best þjálfara heims vonast þeir til að ná árangri á mótinu.

Gus Hiddink tók við vonlausu verkefni af Frank Farina í júlí. Nú er hann mættur með enn eitt liðið á lokakeppni HM en hann hefur stýrt liðum sínum í undanúrslit í tveimur síðustu keppnum, fyrst Hollandi árið 1998 og svo Suður Kóreu árið 2002. Rússar hafa nælt í þennan snilling því þeirra tilraun til að komast á HM fór út um þúfur.

Mark Schwarzer markvörður Middlesbrough og Tim Cahill miðjumaður Everton voru báðir kallaðir til Þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. "Liðið er klárt í mótið, tilbúið til að koma á óvart og upp úr riðlinum," sagði Hiddink þegar hann valdi liðið.

Tim Cahill er framsækinn miðjumaður sem getur skorað mörk og ef hann nær sér í tæka tíð á hann eftir að vera mikilvægur fyrir Ástrala. Einnig má nefna Kewell sem virðist vera að ná sínu fyrra formi eftir nokkur erfið ár.

Fyrirliði: Mark Viduka

Lykilmaður: Tim Cahill

Gæti slegið í gegn: Tim Cahill

Leikmannahópurinn:
1 Mark Schwarzer

2 Lucas Neill

3 Craig Moore

4 Tim Cahill

5 Jason Culina

6 Tony Popovic

7 Brett Emerton

8 Josip Skoko

9 Mark Viduka

10 Harry Kewell

11 Stan Lazaridis

12 Ante Covic

13 Vince Grella

14 Scott Chipperfield

15 John Aloisi

16 Michael Beauchamp

17 Archie Thompson

18 Zeljko Kalac

19 Joshua Kennedy

20 Luke Wilkshire

21 Mile Sterjovski

22 Mark Milligan

23 Marco Bresciano



Fleiri fréttir

Sjá meira


×