Innlent

Forseti bæjarstjórnar leiðir listann

 

Elías Jónatansson, iðnaðarverkfræðingur og forseti bæjarstjórnar bolungarvíkur leiðir lista sjálfstæðismanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí. Framboðslistinn var samþykktur einróma af fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík á fundi ráðsins á skírdag.

 

Listinn er skipaður fólki með góða reynslu af sveitarstjórnarmálum og víðtæka þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu. Listinn er skipaður 7 körlum og 7 konum. Þá má einnig geta þess að á listanum eru 5 einstaklingar sem teljast til ungra sjálfstæðismanna.

1.   Elías Jónatansson, iðnaðarverkfræðingur
2.   Ragna Jóhanna Magnúsdóttir, veitingamaður
3.   Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur
4.   Elín Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
5.   Sölvi Rúnar Sólbergsson, tæknifræðingur
6.   Jóhann Þór Ævarsson, málarameistari
7.   Benedikt Sigurðsson, sjómaður
8.   Guðrún Soffía Huldudóttir, aðhlynning aldraðra
9.   Þuríður Guðmundsdóttir, verkakona
10.   Ewa Szuba, starfsmaður á leikskóla
11.   Hafþór Gunnarsson, pípulagningameistari
12.   Guðbjartur Flosason, framleiðslustjóri
13.   Daðey Steinunn Einarsdóttir, fjármálastjóri
14   Halldóra Haflína Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×