Elías Jónatansson, iðnaðarverkfræðingur og forseti bæjarstjórnar bolungarvíkur leiðir lista sjálfstæðismanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí. Framboðslistinn var samþykktur einróma af fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík á fundi ráðsins á skírdag.
Listinn er skipaður fólki með góða reynslu af sveitarstjórnarmálum og víðtæka þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu. Listinn er skipaður 7 körlum og 7 konum. Þá má einnig geta þess að á listanum eru 5 einstaklingar sem teljast til ungra sjálfstæðismanna.
1. | Elías Jónatansson, iðnaðarverkfræðingur | |
2. | Ragna Jóhanna Magnúsdóttir, veitingamaður | |
3. | Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur | |
4. | Elín Jónsdóttir, viðskiptafræðingur | |
5. | Sölvi Rúnar Sólbergsson, tæknifræðingur | |
6. | Jóhann Þór Ævarsson, málarameistari | |
7. | Benedikt Sigurðsson, sjómaður | |
8. | Guðrún Soffía Huldudóttir, aðhlynning aldraðra | |
9. | Þuríður Guðmundsdóttir, verkakona | |
10. | Ewa Szuba, starfsmaður á leikskóla | |
11. | Hafþór Gunnarsson, pípulagningameistari | |
12. | Guðbjartur Flosason, framleiðslustjóri | |
13. | Daðey Steinunn Einarsdóttir, fjármálastjóri | |
14 | Halldóra Haflína Kristjánsdóttir, aðstoðarskólastjóri |