Innlent

Oddur Helgi leiðir Lista fólksins

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Mynd/Vísir

Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi leiðir L-lista, Lista fólksins, við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri. Þetta er í þriðja skipti sem listinn býður fram og hefur Oddur helgi leitt listann í öll þrjú skiptin.

Framboðslistinn lítur svona út:

1. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi / blikksmiður

2. Anna Halla Emilsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri

3. Víðir Benediktsson, skipstjóri

4. Nói Björnsson, skrifstofustjóri

5. Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri

6. Tryggvi Gunnarsson, sölumaður

7. Sigurveig Bergsteinsdóttir, matráður

8. Þóroddur Hjaltalín, aðstoðarverslunarstjóri

9. Bylgja Jóhannesdóttir, nemi í VMA

10. Þórey Ketilsdóttir, sérkennari

11. Ragnar Snær Njálsson, menntaskólanemi

12. Guðrún Inga Hannesdóttir, grunnskólakennari

13. Helgi Snæbjarnarson, pípulagningamaður

14. Hulda Stefánsdóttir, bókari

15. Inga Dís Sigurðardóttir, háskólanemi

16. Benedikt Valtýsson, vélvirki

17. Jón Ágúst Aðalsteinsson, húsasmíðameistari

18. Þorsteinn J. Haraldsson, tækjamaður

19. Ása Maren Gunnarsdóttir, sjúkraliði

20. Brynjar Már Magnússon, starfandi matreiðslumaður

21. Jóhann Steinar Jónsson, matreiðslumeistari

22. Halldór Árnason, skósmiður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×