Innlent

Íslenska geitin í útrýmingarhættu

Hún er falleg, íslenska geitin...
Hún er falleg, íslenska geitin... MYND/Kristín Eva

Tilraunir eru hafnar til að vinna afurðir úr geitamjólk og stofnverndarstyrkur á hverja geit hefur verið hækkaður upp í fimm þúsund krónur á ári, í von um að bjarga íslenska geitastofninum frá útrýmingu.

Geitur bárust hingað til lands með landnámsmönnum, eins og kýr, hestar, hænur, kindur og hundar og hefur stofninn ekki blandast örðum geitarstofnum í rúm þúsund ár. Sú alþjóðlega skuldbinding hvílir því á okkur að varðveita stofninn, sem telur aðeins 400 geitur og er nú talinn í útrýmingarhættu. Besta leiðin til að styrkja hann á ný er talin að nýta afurðir geitanna og er nú að hefjast tilraunaframleiðsla á geitaostum í mjólkurbúinu í Búðardal. Það var reynt fyrir áratug, en þá reyndist hráefnisöflunin ekki eins trygg og nú er útlit fyrir. Geitur eru nú á umþaðbil 40 bæjum um allt land nema á Vestfjörðum og í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum. Stærsta hjörðin mun vera um 80 geitur á Háafelli á Hvítársíðu og þaðan er farið að senda mjólk til Búðardals. Einnig er vitað til þess að nýbúar, einkum fra´Asíu og Afríku, kunna vel að meta geitakjöt, en það er mun fitusnauðara en lambakjöt.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.