Innlent

Yfir fimm þúsund hafa kosið

Alls hafa fimm þúsund og eitt hundrað kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex. Í kvöldfréttum NFS klukkan hálf sjö verður bein útsending frá Þróttarheimilinu, þar sem fyrstu niðurstöður úr talningu verða kynntar. Mjótt hefur verið á mununum í skoðanakönnunum milli þeirra þriggja sem berjast um efsta sætið, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra og borgarfulltrúanna, Dags B. Eggertssonar og Stefáns Jóns Hafstein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×