Innlent

Mikill árangur af hverfavöktun

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes. MYND/Stefán

Ekkert innbrot hefur verið tilkynnt til lögreglu eftir að hverfavöktun hófst á Seltjarnarnesi í október á síðasta ári í samstarfi bæjaryfirvalda og Securitas. Næstu níu mánuði á undan hafði verið tilkynnt um frá einu og upp í átta innbrot á mánuði.

Hverfavöktunin er viðbót við löggæslu í bænum og felst í því að öryggisverðir Securitas keyra um hverfi á Seltjarnarnesi. Gallup gerði skoðanakönnun fyrir Seltjarnarnesbæ í síðasta mánuði og samkvæmt henni vilja 96 prósent íbúanna að hverfavöktuninni verði haldið áfram en tæpt eitt prósent er því andvígt, aðrir hafa ekki skoðun á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×