Innlent

Sameining samþykkt

Íbúar fjögurra sveitafélaga í Þingeyjasýslu samþykktu sameiningu í gærkveldi og tekur sameiningin gildi við sveitarstjórnarkosningar í vor.

Mestur var stuðningur við sameininguna á Húsavík þar sem fjórir af hverjum fimm greiddu atkvæði með sameiningu en minnstur var stuðningurinn Í Kelduneshreppi þar sem 54 prósent sögðu já. Í Öxarfjarðarhreppi samþykktu 56 prósent sameiningu og 59 prósent Í Raufarhafnarhreppi.

Kosningaþátttaka var mismikil eftir stöðum. Í Húsavíkurbæ var hún 28 prósent en mest 81 prósent í Kelduneshrepp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×