Innlent

Bæjarstarfsmannafélög lýsa yfir vonbrigðum með Launamálaráðstefnu

Ljósm: ©Gunnar V. Andrésson / GVA

Samflot bæjarstarfsmannafélaga hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi verið gefin skýr skilaboð eftir launamálaráðstefnu sveitarfélaga um hvernig leysa eigi þann hnút sem launamál sveitarfélaganna eru í.

Í tilkynningunni segir að gert hafi verið ráð fyrir að ákveðin niðurstaða myndi fást á ráðstefnunni þar sem sveitarstjórnarmenn höfðu vísað erindum og beiðnum um leiðréttingar á kjörum starfsmannafélaga þangað til úrlausnar.

Forsvarsmenn Samflots bæjarstarfsmannafélaga segja miklar væntingar hafa verið bundnar við ráðstefnuna en að nú sé málið enn í biðstöðu þar sem niðurstaða hennar var að Launanefnd sveitarfélaga verði falið að fjalla um tillögur og hugmyndir sem komu fram á ráðstefnunni. Þær niðurstöður verði ekki kynntar sveitarstjórnum fyrr en 10. febrúar og ljóst sé að þolinmæði starfsmanna sveitarfélaga endist ekki svo lengi. Fjöldi starfsmanna innan bæjarstarfsmannafélaga séu í nákvæmlega sömu stöðu og félagsmenn í Leikskólakennarafélagi Íslands og þess vegna sé óviðunandi ef ætlunin sé að skoða eingöngu sértæka hópa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×