Sátt náðist um tillögur í fyrirhuguðum viðræðum við Írana um kjarnorkumál þeirra á fundi utanríkisráðherra stórveldanna fimm sem sæti eiga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, í Vín í Austurríki í gær.
Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, sagði eftir fundinn að samkomulag hafi náðst um víðtækar tillögur sem lagðar verði til grundvallar í viðræðunum, án þess að segja í hverju þær felist.
Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort Íranar samþykki yfir höfuð viðræður um kjarnorkumál sín. Ef þeir gera það ekki mun Öryggisráðið grípa til refsiaðgerða, sagði Beckett.