186,3 milljónir króna greiddar til Byrgisins 30. desember 2006 08:30 Lögreglan rannsakar ásakanir á hendur Guðmundi Jónssyni en 24 ára kona hefur kært hann fyrir kynferðisbrot og fjármálamisferli. MYND/Stefán Félagsmál Ráðuneytið og ríkisendurskoðun hafa ótvíræða eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, samkvæmt yfirlýsingu um greiðslu styrks frá félagsmálaráðuneytinu til Byrgisins. Samkvæmt upplýsingum sem Byrgið óskaði eftir frá félagsmálaráðuneytinu, og svarað var í gær, nema framlög ráðuneytisins til Byrgisins samtals 186,3 milljónum króna ef húsaleiga frá 2003 er tekin með í reikninginn, frá árinu 1999 til og með 2006. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær sendi Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra stjórn sjálfseignarstofnunar Byrgisins sjö spurningar með ósk um skjót svör. Guðmundur Jónsson og Jón A. Einarsson svöruðu spurningunum fyrir hönd stjórnarinnar þremur dögum síðar. Ráðherra spurði sérstaklega að því hvaða aðili hefði eftirlit með starfsemi Byrgisins. Í svörunum kemur skýrt fram að ríkisendurskoðun og félagsmálaráðuneytið bæru ábyrgð á eftirliti með starfsemi Byrgisins en einnig er það nefnt að Guðmundur, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, og Magnús Skúlason læknir bæru ábyrgð á faglegu starfi Byrgisins. Ólafur Ólafsson Ólafur segir ábyrgð hans og Magnúsar aðeins tengjast læknisfræðilegri starfsemi. „Við berum læknisfræðilega ábyrgð á okkar störfum, eðli málsins samkvæmt. Við stöndum hins vegar ekki í rekstri og komum ekki að annarri starfsemi heldur en læknastörfum. Það er ekki löglegt að láta okkur bera ábyrgð á öðrum þáttum en snúa að læknastarfsemi. Því er nauðsynlegt að árétta það að okkar faglega ábyrgð snýr eingöngu að læknastörfum.“ Magnús sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig líta svo á að ábyrgð hans og Ólafs sneri að læknastörfum en ekki annarri starfsemi Byrgisins. Þrettán eru nú vistaðir í Byrginu en fjórir starfsmenn búa þar nú um stundir. Að sögn Jóns A. Einarssonar, sem starfar sem forstöðumaður Byrgisins á meðan lögreglan rannsakar meint kynferðisbrot hans og fjármálamisferli, segir alla reyna eftir fremsta megni að gera aðstæður vistmanna sem bestar. Hann vildi ekki tjá sig um hvort ásakanir á hendur Guðmundi, sem gert var grein fyrir í fréttskýringaþættinum Kompási á Stöð 2 fyrr í mánuðinum, hafi haft bein skaðleg áhrif á vistmenn. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Félagsmál Ráðuneytið og ríkisendurskoðun hafa ótvíræða eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, samkvæmt yfirlýsingu um greiðslu styrks frá félagsmálaráðuneytinu til Byrgisins. Samkvæmt upplýsingum sem Byrgið óskaði eftir frá félagsmálaráðuneytinu, og svarað var í gær, nema framlög ráðuneytisins til Byrgisins samtals 186,3 milljónum króna ef húsaleiga frá 2003 er tekin með í reikninginn, frá árinu 1999 til og með 2006. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær sendi Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra stjórn sjálfseignarstofnunar Byrgisins sjö spurningar með ósk um skjót svör. Guðmundur Jónsson og Jón A. Einarsson svöruðu spurningunum fyrir hönd stjórnarinnar þremur dögum síðar. Ráðherra spurði sérstaklega að því hvaða aðili hefði eftirlit með starfsemi Byrgisins. Í svörunum kemur skýrt fram að ríkisendurskoðun og félagsmálaráðuneytið bæru ábyrgð á eftirliti með starfsemi Byrgisins en einnig er það nefnt að Guðmundur, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, og Magnús Skúlason læknir bæru ábyrgð á faglegu starfi Byrgisins. Ólafur Ólafsson Ólafur segir ábyrgð hans og Magnúsar aðeins tengjast læknisfræðilegri starfsemi. „Við berum læknisfræðilega ábyrgð á okkar störfum, eðli málsins samkvæmt. Við stöndum hins vegar ekki í rekstri og komum ekki að annarri starfsemi heldur en læknastörfum. Það er ekki löglegt að láta okkur bera ábyrgð á öðrum þáttum en snúa að læknastarfsemi. Því er nauðsynlegt að árétta það að okkar faglega ábyrgð snýr eingöngu að læknastörfum.“ Magnús sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig líta svo á að ábyrgð hans og Ólafs sneri að læknastörfum en ekki annarri starfsemi Byrgisins. Þrettán eru nú vistaðir í Byrginu en fjórir starfsmenn búa þar nú um stundir. Að sögn Jóns A. Einarssonar, sem starfar sem forstöðumaður Byrgisins á meðan lögreglan rannsakar meint kynferðisbrot hans og fjármálamisferli, segir alla reyna eftir fremsta megni að gera aðstæður vistmanna sem bestar. Hann vildi ekki tjá sig um hvort ásakanir á hendur Guðmundi, sem gert var grein fyrir í fréttskýringaþættinum Kompási á Stöð 2 fyrr í mánuðinum, hafi haft bein skaðleg áhrif á vistmenn.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira