Erlent

Fyrrverandi einræðisherra í Eþíópíu dæmdur fyrir þjóðarmorð

Mengistu Haile Mariam, fyrrverandi einræðisherra í Eþíópíu, hefur verið sakfelldur fyrir þjóðarmorð eftir tólf ára réttarhöld. Mengistu hefur hins vegar verið í útlegð í Simbabve í fimmtán ár og því óvíst hvort dómi yfir honum verður framfylgt en hann á hugsanlega yfir höfði sér dauðadóm. Tilkynnt verður um refsingu Mariams í lok mánaðarins.

Mengistu Haile Mariam var leiðtogi marxistastjórnarinnar í Eþíópíu sem komst til valda árið 1974 eftir að keisara landsins, Haile Selassie, var steypt af stóli. Mengistu var ásamt rúmlega sjötíu öðrum ákærður fyrir morð á þúsundum andstæðinga sinna í stjórnartíð marxista og voru allir nema einn sakfelldir fyrir þjóðarmorð.

Mengistu var komið frá völdum árið 1991 en þá flýði hann til Simbambve þar sem vinur hans, forsetinn Robert Mugabe, skaut skjólshúsi yfir hann. Mugabe hefur hingað til neitað að framselja Mengistu til Eþíópíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×