Mögulega raðnauðgarar að verki 25. október 2006 19:45 Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu. Stúlkurnar gátu ekki lýst mönnunum nema að takmörkuðu leyti, en töldu þá hafa verið milli tvítugs og þrítugs. Aðstæður í tveimur málanna eru þó áþekkar, tveir menn sátu fyrir stúlkunum þar sem þær voru einar á ferð í miðborginni og réðust á þær og nauðguðu þeim. Báðar árásirnar voru gerðar að næturlagi. Önnur við Menntaskólann í Reykjavík fyrir hálfum mánuði og hin við Þjóðleikhúsið að morgni laugardags. Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar um hverjir voru að verki en útilokar ekki að málin tengist. Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram og engar öryggismyndavélar eru við byggingarnar. Ef sömu mennirnir hafa verið að verki er slíkt þó einsdæmi hérlendis en einnig er fátítt að nauðgarar ráðist að fórnarlömbum sínum og komi fram vilja sínum úti á götu. DNA sýni hafa verið send til rannsóknar en niðurstaða þeirra rannsókna gæti leitt í ljós hvort um sömu mennina er að ræða. Þriðja nauðgunin sem kemur til kasta lögreglunnar í Reykjavík á tæpum þremur vikum var framin aðfaranótt sunnudags nóttina eftir að árásin var gerð við Þjóðleikhúsið. Erlend námskona þáði bílfar hjá ókunnugum manni, sem stöðvaði bifreið sína þar sem hún var að ganga á Laugaveginum. Hann ók með hana á afskekktan stað og nauðgaði henni. Ekki er loku fyrir það skotið að lögreglan geti nálgast myndir af bíl mannsins á öryggismyndavélum að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur þó verið handtekinn vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu. Stúlkurnar gátu ekki lýst mönnunum nema að takmörkuðu leyti, en töldu þá hafa verið milli tvítugs og þrítugs. Aðstæður í tveimur málanna eru þó áþekkar, tveir menn sátu fyrir stúlkunum þar sem þær voru einar á ferð í miðborginni og réðust á þær og nauðguðu þeim. Báðar árásirnar voru gerðar að næturlagi. Önnur við Menntaskólann í Reykjavík fyrir hálfum mánuði og hin við Þjóðleikhúsið að morgni laugardags. Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar um hverjir voru að verki en útilokar ekki að málin tengist. Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram og engar öryggismyndavélar eru við byggingarnar. Ef sömu mennirnir hafa verið að verki er slíkt þó einsdæmi hérlendis en einnig er fátítt að nauðgarar ráðist að fórnarlömbum sínum og komi fram vilja sínum úti á götu. DNA sýni hafa verið send til rannsóknar en niðurstaða þeirra rannsókna gæti leitt í ljós hvort um sömu mennina er að ræða. Þriðja nauðgunin sem kemur til kasta lögreglunnar í Reykjavík á tæpum þremur vikum var framin aðfaranótt sunnudags nóttina eftir að árásin var gerð við Þjóðleikhúsið. Erlend námskona þáði bílfar hjá ókunnugum manni, sem stöðvaði bifreið sína þar sem hún var að ganga á Laugaveginum. Hann ók með hana á afskekktan stað og nauðgaði henni. Ekki er loku fyrir það skotið að lögreglan geti nálgast myndir af bíl mannsins á öryggismyndavélum að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur þó verið handtekinn vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira