Mögulega raðnauðgarar að verki 25. október 2006 19:45 Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu. Stúlkurnar gátu ekki lýst mönnunum nema að takmörkuðu leyti, en töldu þá hafa verið milli tvítugs og þrítugs. Aðstæður í tveimur málanna eru þó áþekkar, tveir menn sátu fyrir stúlkunum þar sem þær voru einar á ferð í miðborginni og réðust á þær og nauðguðu þeim. Báðar árásirnar voru gerðar að næturlagi. Önnur við Menntaskólann í Reykjavík fyrir hálfum mánuði og hin við Þjóðleikhúsið að morgni laugardags. Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar um hverjir voru að verki en útilokar ekki að málin tengist. Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram og engar öryggismyndavélar eru við byggingarnar. Ef sömu mennirnir hafa verið að verki er slíkt þó einsdæmi hérlendis en einnig er fátítt að nauðgarar ráðist að fórnarlömbum sínum og komi fram vilja sínum úti á götu. DNA sýni hafa verið send til rannsóknar en niðurstaða þeirra rannsókna gæti leitt í ljós hvort um sömu mennina er að ræða. Þriðja nauðgunin sem kemur til kasta lögreglunnar í Reykjavík á tæpum þremur vikum var framin aðfaranótt sunnudags nóttina eftir að árásin var gerð við Þjóðleikhúsið. Erlend námskona þáði bílfar hjá ókunnugum manni, sem stöðvaði bifreið sína þar sem hún var að ganga á Laugaveginum. Hann ók með hana á afskekktan stað og nauðgaði henni. Ekki er loku fyrir það skotið að lögreglan geti nálgast myndir af bíl mannsins á öryggismyndavélum að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur þó verið handtekinn vegna málsins. Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu. Stúlkurnar gátu ekki lýst mönnunum nema að takmörkuðu leyti, en töldu þá hafa verið milli tvítugs og þrítugs. Aðstæður í tveimur málanna eru þó áþekkar, tveir menn sátu fyrir stúlkunum þar sem þær voru einar á ferð í miðborginni og réðust á þær og nauðguðu þeim. Báðar árásirnar voru gerðar að næturlagi. Önnur við Menntaskólann í Reykjavík fyrir hálfum mánuði og hin við Þjóðleikhúsið að morgni laugardags. Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar um hverjir voru að verki en útilokar ekki að málin tengist. Engir sjónarvottar hafa gefið sig fram og engar öryggismyndavélar eru við byggingarnar. Ef sömu mennirnir hafa verið að verki er slíkt þó einsdæmi hérlendis en einnig er fátítt að nauðgarar ráðist að fórnarlömbum sínum og komi fram vilja sínum úti á götu. DNA sýni hafa verið send til rannsóknar en niðurstaða þeirra rannsókna gæti leitt í ljós hvort um sömu mennina er að ræða. Þriðja nauðgunin sem kemur til kasta lögreglunnar í Reykjavík á tæpum þremur vikum var framin aðfaranótt sunnudags nóttina eftir að árásin var gerð við Þjóðleikhúsið. Erlend námskona þáði bílfar hjá ókunnugum manni, sem stöðvaði bifreið sína þar sem hún var að ganga á Laugaveginum. Hann ók með hana á afskekktan stað og nauðgaði henni. Ekki er loku fyrir það skotið að lögreglan geti nálgast myndir af bíl mannsins á öryggismyndavélum að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur þó verið handtekinn vegna málsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira