Ökuníðingar hljóta mun þyngri refsingar 3. nóvember 2006 06:15 Einar Magnús Magnússon Með breytingum á umferðarlögum hækka sektir vegna umferðarlagabrota eins og hraðaksturs og ölvunaraksturs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur þegar skrifað undir nýjar reglugerðir en brýnt þótti að endurskoða upphæðir sekta þó ekki væri nema til að halda í við verðlagsþróun. Í reglugerðinni, sem taka mun gildi 1. desember, verður hægt að sekta fyrir hraðakstursbrot sem nema 5 km umfram hámarkshraða en nú er miðað við 10 km. Í apríl á næsta ári taka síðan í gildi lög sem gera ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Í frumvarpinu er einnig lagt til að sérstaklega hart verði tekið á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu hjá TM, segir fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum ágætis lið í því að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. "Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þó það sé að sjálfsögðu hugarfarsbreyting ökumanna sem skilar mestu. Tryggingafélög hafa þurft að hækka iðngjöld bifreiða til að standa straum af þeim gríðarlega tjónafjölda í umferðinni sem fer sífellt vaxandi." Pétur segir að til skoðunar sé að hækka iðgjöld enn meira ef tjónum heldur áfram að fjölga. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segist fagna öllum skrefum sem miða að því að taka á alvarlegri áhættuhegðun í umferðinni. Einar Magnús segir ástæðu til að gera nýtt áhættumat á vegum og stofnbrautum með það í huga að hækka hugsanlega hámarkshraða. Í lagabreytingum sem taka gildi í apríl 2007 verður ökuleyfissvipting ökumanna með bráðabirgðaskírteini miðuð við fjóra punkta en í núverandi kerfi eru þeir sjö. Þetta þýðir að ökuleyfissvipting yrði í kjölfar þess að aka yfir á rauðu ljósi en slíkt athæfi mun kosta fjóra punkta. Einar segir þessa breytingu í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Í kjölfar ökuleyfissviptingar geta ökumenn með bráðabirgðaskírteini átt von á því að þurfa að þreyta ökupróf að nýju með tilheyrandi kostnaði. Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Með breytingum á umferðarlögum hækka sektir vegna umferðarlagabrota eins og hraðaksturs og ölvunaraksturs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur þegar skrifað undir nýjar reglugerðir en brýnt þótti að endurskoða upphæðir sekta þó ekki væri nema til að halda í við verðlagsþróun. Í reglugerðinni, sem taka mun gildi 1. desember, verður hægt að sekta fyrir hraðakstursbrot sem nema 5 km umfram hámarkshraða en nú er miðað við 10 km. Í apríl á næsta ári taka síðan í gildi lög sem gera ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Í frumvarpinu er einnig lagt til að sérstaklega hart verði tekið á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu hjá TM, segir fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum ágætis lið í því að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. "Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þó það sé að sjálfsögðu hugarfarsbreyting ökumanna sem skilar mestu. Tryggingafélög hafa þurft að hækka iðngjöld bifreiða til að standa straum af þeim gríðarlega tjónafjölda í umferðinni sem fer sífellt vaxandi." Pétur segir að til skoðunar sé að hækka iðgjöld enn meira ef tjónum heldur áfram að fjölga. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segist fagna öllum skrefum sem miða að því að taka á alvarlegri áhættuhegðun í umferðinni. Einar Magnús segir ástæðu til að gera nýtt áhættumat á vegum og stofnbrautum með það í huga að hækka hugsanlega hámarkshraða. Í lagabreytingum sem taka gildi í apríl 2007 verður ökuleyfissvipting ökumanna með bráðabirgðaskírteini miðuð við fjóra punkta en í núverandi kerfi eru þeir sjö. Þetta þýðir að ökuleyfissvipting yrði í kjölfar þess að aka yfir á rauðu ljósi en slíkt athæfi mun kosta fjóra punkta. Einar segir þessa breytingu í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Í kjölfar ökuleyfissviptingar geta ökumenn með bráðabirgðaskírteini átt von á því að þurfa að þreyta ökupróf að nýju með tilheyrandi kostnaði.
Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira