Hart sótt að sitjandi þingmönnum 3. nóvember 2006 06:15 Frambjóðendur í prófkjöri samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Alls gefa nítján kost á sér og sautján sækjast eftir fjórum efstu sætunum. Nítján bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi. Flokkurinn á nú fjóra þingmenn í kjördæminu og gefa sautján kost á sér í fjögur efstu sætin. Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu, þau Árni Páll Árnason lögfræðingur, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður. Guðmundur Árni Stefánsson fór fyrir lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum og þegar hann hvarf af þingi varð Rannveig Guðmundsdóttir oddviti listans. Hún lætur af þingmennsku í vor. Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Valdimar L. Friðriksson gefa kost á sér í annað og þriðja sæti listans. Baráttan um fyrsta sætið er sögð hörð en drengileg og möguleikar frambjóðendanna þriggja á sigri taldir góðir. Mikið hefur borið á Þórunni og Gunnari í flokksstarfinu. Þórunn hefur setið á þingi í átta ár og Gunnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar auk þess að vera formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þó að Árni Páll hafi ekki verið jafn áberandi hefur hann starfað með Samfylkingunni frá stofnun og fór meðal annars fyrir mótun stefnu flokksins í Evrópumálum. Gunnar býr að því að koma úr Hafnarfirði sem er sterkasta vígi Samfylkingarinnar. Árni Páll bjó lengi í Kópavogi og nýtur hugsanlega sérstaks stuðnings þar í krafti þess. Þórunn er hins vegar úr Garðabæ. Byggðapólitík er sögð ráða nokkru í kjördæminu þó að sveitarfélögin séu nánast í einum hnapp og hagsmunirnir þeir sömu. Katrín Júlíusdóttir á í höggi við Magnús M. Norðdahl, lögfræðing ASÍ, og Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúa á Álftanesi, um annað sætið. Katrín á eitt kjörtímabil á þingi að baki en öll hafa þau tekið virkan þátt í starfi flokksins. Valdimar L. Friðriksson settist á þing þegar Guðmundur Árni varð sendiherra. Fjórir sækjast eftir þriðja sætinu, líkt og Valdimar, þau Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, og Sandra Franks varaþingmaður. Líkt og við var að búast ber mest á Jakobi Frímanni sem áður hefur tekið þátt í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sex sækjast svo eftir fjórða sætinu. Það vekur athygli hve margir bjóða sig fram í prófkjörinu. Þátttakendur eru jafnmargir og í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi þar sem flokkurinn á níu þingmenn. Og í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, þar sem flokkurinn á nú átta þingsæti, taka fimmtán þátt. Talið er að sú ákvörðun að banna auglýsingar hafi ráðið nokkru um hve margir treystu sér til þátttöku. Frambjóðendur héldu tvo sameiginlega fundi en hafa annars háð kynningarstarf sitt á kosningaskrifstofum, vefnum og með heimsóknum í fyrirtæki og á opinbera staði. Í kynningarefni leggja flestir frambjóðendurnir áherslu á aukinn jöfnuð í samfélaginu og það er raunar rauður þráður í stefnu alls Samfylkingarfólks fyrir kosningarnar í vor. Einstaka nefnir sérstök mál en aðeins einn segist vilja byltingu, það er Jens Sigurðsson sem býður sig fram í fjórða sætið. Um fjögur þúsund manns eru í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Innlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Nítján bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi. Flokkurinn á nú fjóra þingmenn í kjördæminu og gefa sautján kost á sér í fjögur efstu sætin. Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu, þau Árni Páll Árnason lögfræðingur, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður. Guðmundur Árni Stefánsson fór fyrir lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum og þegar hann hvarf af þingi varð Rannveig Guðmundsdóttir oddviti listans. Hún lætur af þingmennsku í vor. Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Valdimar L. Friðriksson gefa kost á sér í annað og þriðja sæti listans. Baráttan um fyrsta sætið er sögð hörð en drengileg og möguleikar frambjóðendanna þriggja á sigri taldir góðir. Mikið hefur borið á Þórunni og Gunnari í flokksstarfinu. Þórunn hefur setið á þingi í átta ár og Gunnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar auk þess að vera formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þó að Árni Páll hafi ekki verið jafn áberandi hefur hann starfað með Samfylkingunni frá stofnun og fór meðal annars fyrir mótun stefnu flokksins í Evrópumálum. Gunnar býr að því að koma úr Hafnarfirði sem er sterkasta vígi Samfylkingarinnar. Árni Páll bjó lengi í Kópavogi og nýtur hugsanlega sérstaks stuðnings þar í krafti þess. Þórunn er hins vegar úr Garðabæ. Byggðapólitík er sögð ráða nokkru í kjördæminu þó að sveitarfélögin séu nánast í einum hnapp og hagsmunirnir þeir sömu. Katrín Júlíusdóttir á í höggi við Magnús M. Norðdahl, lögfræðing ASÍ, og Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúa á Álftanesi, um annað sætið. Katrín á eitt kjörtímabil á þingi að baki en öll hafa þau tekið virkan þátt í starfi flokksins. Valdimar L. Friðriksson settist á þing þegar Guðmundur Árni varð sendiherra. Fjórir sækjast eftir þriðja sætinu, líkt og Valdimar, þau Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, og Sandra Franks varaþingmaður. Líkt og við var að búast ber mest á Jakobi Frímanni sem áður hefur tekið þátt í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sex sækjast svo eftir fjórða sætinu. Það vekur athygli hve margir bjóða sig fram í prófkjörinu. Þátttakendur eru jafnmargir og í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi þar sem flokkurinn á níu þingmenn. Og í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, þar sem flokkurinn á nú átta þingsæti, taka fimmtán þátt. Talið er að sú ákvörðun að banna auglýsingar hafi ráðið nokkru um hve margir treystu sér til þátttöku. Frambjóðendur héldu tvo sameiginlega fundi en hafa annars háð kynningarstarf sitt á kosningaskrifstofum, vefnum og með heimsóknum í fyrirtæki og á opinbera staði. Í kynningarefni leggja flestir frambjóðendurnir áherslu á aukinn jöfnuð í samfélaginu og það er raunar rauður þráður í stefnu alls Samfylkingarfólks fyrir kosningarnar í vor. Einstaka nefnir sérstök mál en aðeins einn segist vilja byltingu, það er Jens Sigurðsson sem býður sig fram í fjórða sætið. Um fjögur þúsund manns eru í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Innlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira