Kaup Íslandspósts á Samskiptum umdeild 3. nóvember 2006 05:30 Eiríkur Víkingsson, fyrrverandi eigandi Samskipta, og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, sjást hér takast í hendur er gengið var frá kaupum á Samskiptum. MYND/Írisrut Fyrirtækjakaup Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins, festi á dögunum kaup á prentfyrirtækinu Samskiptum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kaupin vanhugsuð og til þess fallin að þenja út starfsemi íslenska ríkisins að óþörfu. „Íslandspóstur starfar í skjóli einkaleyfis og ætti að einbeita sér að starfsemi sem fellur undir eiginlegt hlutverk fyrirtækisins. Íslandspóstur ætti því fyrst og fremst að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á grundvelli yfirlýsts hlutverks, en ekki á kaupum á einkafyrirtækjum sem þar að auki eru með starfsemi á allt öðrum sviðum.“ Gengið var frá kaupunum 30. október síðastliðinn en kaupverð fæst ekki uppgefið, á grundvelli samkomulags sem fyrrverandi eigandi Samskipta, Eiríkur Víkingsson, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um kaupverðið á grundvelli upplýsingalaga, þar sem Íslandspóstur er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin á Samskiptum vera hluta af hugmyndum um eflingu fyrirtækisins til framtíðar litið. „Kaupin á Samskiptum eru liður í framþróun Íslandspósts. Til framtíðar litið, ætlum við okkur að nútímavæða starfsemi með þarfir neytenda í huga sem taka sífelldum breytingum. Íslandspóstur er með einkaleyfi á hluta starfseminnar og við þurfum að undirbúa fyrirtækið fyrir þá breytingu þegar einkaleyfið fellur úr gildi, en stefnt er að því að það gerist árið 2009.“ Samkvæmt opinberum upplýsingum hefur Íslandspóstur fyrst og fremst það „hlutverk að veita almenna sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ eins og segir orðrétt í umfjöllun Íslandspósts um hlutverk og stefnu fyrirtækisins. Ingimundur segir starfsemi Samskipta falla vel að framtíðarhugmynd stjórnar Íslandspósts um hlutverk þess. „Vettvangur félagsins er býsna rúmt skilgreindur, samkvæmt samþykktum félagsins. Fyrirtækið er rekið eins og hvert annað hlutafélag og við, sem erum í forsvari fyrir fyrirtækið, verðum því alltaf að vera opin fyrir nýjungum á sviðum sem tengst geta okkar starfssviði.“ Hjá Samskiptum er 31 starfsmaður en velta fyrirtækisins á síðasta ári var tæpar 300 milljónir króna. Í stjórn Íslandspósts sitja Björn Viðar Arnviðarson stjórnarformaður, Ellert Kristinsson, Elías Jónatansson, Guðmundur Oddsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólafur Sigurðsson. Innlent Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Fyrirtækjakaup Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins, festi á dögunum kaup á prentfyrirtækinu Samskiptum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur kaupin vanhugsuð og til þess fallin að þenja út starfsemi íslenska ríkisins að óþörfu. „Íslandspóstur starfar í skjóli einkaleyfis og ætti að einbeita sér að starfsemi sem fellur undir eiginlegt hlutverk fyrirtækisins. Íslandspóstur ætti því fyrst og fremst að einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á grundvelli yfirlýsts hlutverks, en ekki á kaupum á einkafyrirtækjum sem þar að auki eru með starfsemi á allt öðrum sviðum.“ Gengið var frá kaupunum 30. október síðastliðinn en kaupverð fæst ekki uppgefið, á grundvelli samkomulags sem fyrrverandi eigandi Samskipta, Eiríkur Víkingsson, gerði við forsvarsmenn Íslandspósts. Fréttablaðið hefur óskað eftir upplýsingum um kaupverðið á grundvelli upplýsingalaga, þar sem Íslandspóstur er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir kaupin á Samskiptum vera hluta af hugmyndum um eflingu fyrirtækisins til framtíðar litið. „Kaupin á Samskiptum eru liður í framþróun Íslandspósts. Til framtíðar litið, ætlum við okkur að nútímavæða starfsemi með þarfir neytenda í huga sem taka sífelldum breytingum. Íslandspóstur er með einkaleyfi á hluta starfseminnar og við þurfum að undirbúa fyrirtækið fyrir þá breytingu þegar einkaleyfið fellur úr gildi, en stefnt er að því að það gerist árið 2009.“ Samkvæmt opinberum upplýsingum hefur Íslandspóstur fyrst og fremst það „hlutverk að veita almenna sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ eins og segir orðrétt í umfjöllun Íslandspósts um hlutverk og stefnu fyrirtækisins. Ingimundur segir starfsemi Samskipta falla vel að framtíðarhugmynd stjórnar Íslandspósts um hlutverk þess. „Vettvangur félagsins er býsna rúmt skilgreindur, samkvæmt samþykktum félagsins. Fyrirtækið er rekið eins og hvert annað hlutafélag og við, sem erum í forsvari fyrir fyrirtækið, verðum því alltaf að vera opin fyrir nýjungum á sviðum sem tengst geta okkar starfssviði.“ Hjá Samskiptum er 31 starfsmaður en velta fyrirtækisins á síðasta ári var tæpar 300 milljónir króna. Í stjórn Íslandspósts sitja Björn Viðar Arnviðarson stjórnarformaður, Ellert Kristinsson, Elías Jónatansson, Guðmundur Oddsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólafur Sigurðsson.
Innlent Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent