Stýrivextir lækkaðir þegar verðbólga lækki til lengri tíma 14. september 2006 12:07 Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Þá hafa aðrir vextir bankans hækkað einnig um 0,5 prósentur en það er í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Hækkunin er sú sautjánda frá því í maí árið 2004 en bankinn hefur alls hækkað vexti um 4,5 prósent frá því í september á síðasta ári. Þá gera bankarnir ráð fyrir því að vaxtalækkunarferlið muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og það muni taka bankann um 12 mánuði að ná vöxtum niður um 7 prósentur. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í morgun, þar sem stýrivaxtahækkunin var kynnt, að vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á 3. og 4. ársfjórðungi þessa árs bentu til þess að framleiðsluspenna væri meiri en reiknað hefði verið með í júlí. Þá væri mikil spenna á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hefði hækkað hratt . Minnkandi vöxtur útlána og tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum og fleiri vísbendingar sýndu þó að farið væri að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar. Greiningardeild KB banka segir fyrirséð að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman á tímabilinu, einkum eftir að Seðlabankinn tekur að lækka vexti. Á þeim tíma gera erlendir greiningaraðilar meðal annars ráð fyrir að Seðlabanki Evrópu haldi áfram að hækka vexti. Samkvæmt spánni mun meðal vaxtamunur halda áfram að dragast saman frá 9 % árið 2006 í 6,2 prósent á næsta ári og vera í kringum 4 prósent árið 2008. Davíð Oddsson sagði einnig á fundinum í morgun þegar hann var spurður að því hvenær strýivextir yrðu lækkaðir að það yrði þegar bankinn sæi örugg merki þess að verðbólga væri að minnka, ekki til skemmri tíma heldur lengri. Það væri ekki markmið bankans að halda vöxtum háum heldar að draga úr verðbólgu og yrðu vextir að vera háir svo að það markmið næðist yrði svo að vera. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanksn um vextir verður birt fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi um leið og Peningamál verða gefin út. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Þá hafa aðrir vextir bankans hækkað einnig um 0,5 prósentur en það er í samræmi við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Hækkunin er sú sautjánda frá því í maí árið 2004 en bankinn hefur alls hækkað vexti um 4,5 prósent frá því í september á síðasta ári. Þá gera bankarnir ráð fyrir því að vaxtalækkunarferlið muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og það muni taka bankann um 12 mánuði að ná vöxtum niður um 7 prósentur. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í morgun, þar sem stýrivaxtahækkunin var kynnt, að vísbendingar um hagvöxt og eftirspurn á 3. og 4. ársfjórðungi þessa árs bentu til þess að framleiðsluspenna væri meiri en reiknað hefði verið með í júlí. Þá væri mikil spenna á vinnumarkaði og launakostnaður fyrirtækja hefði hækkað hratt . Minnkandi vöxtur útlána og tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum og fleiri vísbendingar sýndu þó að farið væri að hægja töluvert á vexti innlendrar eftirspurnar. Greiningardeild KB banka segir fyrirséð að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman á tímabilinu, einkum eftir að Seðlabankinn tekur að lækka vexti. Á þeim tíma gera erlendir greiningaraðilar meðal annars ráð fyrir að Seðlabanki Evrópu haldi áfram að hækka vexti. Samkvæmt spánni mun meðal vaxtamunur halda áfram að dragast saman frá 9 % árið 2006 í 6,2 prósent á næsta ári og vera í kringum 4 prósent árið 2008. Davíð Oddsson sagði einnig á fundinum í morgun þegar hann var spurður að því hvenær strýivextir yrðu lækkaðir að það yrði þegar bankinn sæi örugg merki þess að verðbólga væri að minnka, ekki til skemmri tíma heldur lengri. Það væri ekki markmið bankans að halda vöxtum háum heldar að draga úr verðbólgu og yrðu vextir að vera háir svo að það markmið næðist yrði svo að vera. Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanksn um vextir verður birt fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi um leið og Peningamál verða gefin út.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira