Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur í kvöld stefnuræða sína á Alþingi. Geir flytur ræðuna klukkan 19:50 en í framhaldinu fara svo fram umræður. Sýnt verður beint frá stefnuræðunni og umræðunum á Vísir.is.
Umræðurnar skipast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra getur talaði í tuttugu mínútur í fyrstu umferð en aðrir þingflokkar hafa tólf mínútur í þeirri umferð. Í annarri umferð hefur hver þingflokkur sex mínútur og fimm í þeirri þriðju og síðustu. Sjálfstæðisflokkur er fyrstur í öllum umræðunum svo kemur Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Vinstri-grænir og loks Frjálslyndi flokkurinn.
Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokkinn verða: Geir H. Haarde, Arnbjörg Sveinsdóttir og Halldór Blöndal.
Ræðumenn Samfylkingarinnar verða: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Kristján L. Möller.
Ræðumenn fyrir Framsóknarflokkinn verða: Jón Sigurðsson, Jónína Bjartmarz og Sæunn Stefánsdóttir.
Ræðumenn fyrir Vinstri-græna verða: Steingrímur J. Sigfússon, Þuríður Backman og Kolbrún Halldórsdóttir.
Ræðumenn Frjálslynda flokksins verða: Guðjón A. Kristjánsson, Sigurjón Þórðarson og Magnús Þór Hafsteinsson.