Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi 1. nóvember 2006 12:05 Ekstra Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Mafíustríð á bjórmarkaði er yfirskrift opnugreinar Ekstra Bladet í dag þar sem haldið er áfram að fjalla um íslenska auðmenn og meint tengsl þeirra við spillingu og glæpi. Nú er röðin komin af feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og syninum Björgólfi Thor en þeir högnuðust vel við sölu á Bravo-bjórverksmiðju sinni í Pétursborg - og sama gerði viðskiptafélagi þeirra í Samson, Magnús Þorsteinsson sem nú er aðaleigandi Avion Group. Ekstra Bladet segir að blóðug mafíuátök hafi staðið um bjórmarkaðinn í Pétursborg þegar Íslendingarnir voru þar að byggja upp veldi sitt. Greint er frá leigumorðinu á áhrifamiklu þingkonunni Galinu Starovojtovu árið 1998 en hún var skotin í hnakkann fyrir utan heimili sitt. Ráðgjafi hennar greindi frá því fyrir rétti, segir Ekstra Bladet, að skömmu fyrir morðið hafi menn frá Björgólfi Thor leitað til hennar og beðið um hjálp vegna þvingana sem Bravo-bjórverksmiðja þeirra hafi orðið fyrir. Tvö fyrirtæki hafi viljað þvinga Bravo í viðskipti. Árið eftir hafi svo leigumorðingjar myrt Aslanbek Gallojev um hábjartan dag en hann var tengdur Baltika-bjórverksmiðjunni sem var helsti keppinautur Björgólfsfeðga. Aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis, Ilja Weisman, hlaut sömu örlög árið 2000. Tengir Ekstra Bladet síðan þessi blóðugu mafíuátök við pólitíska spillingu. Er því svo slegið fram að þrátt fyrir þetta stríð hafi Björgólfur Thor sloppið frá Pétursborg til Reykjavíkur með 400 milljónir bandaríkjadala í vasanum árið 2004. Var þá Bravo-bjórverksmiðjan seld Heineken-verksmiðjunni og með afrakstrinum var grunnur lagður að viðskiptaveldi Björgólfsfeðga og Magnúsar í Samson. Með greininni, sem hefur undirfyrirsögnina "Bjór með blóðbragði" er síðan birt stór mynd af Björgólfi Thor - sem eins og kunnugt er hefur komist á lista yfir ríkustu menn heims. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Ekstra Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar. Mafíustríð á bjórmarkaði er yfirskrift opnugreinar Ekstra Bladet í dag þar sem haldið er áfram að fjalla um íslenska auðmenn og meint tengsl þeirra við spillingu og glæpi. Nú er röðin komin af feðgunum Björgólfi Guðmundssyni og syninum Björgólfi Thor en þeir högnuðust vel við sölu á Bravo-bjórverksmiðju sinni í Pétursborg - og sama gerði viðskiptafélagi þeirra í Samson, Magnús Þorsteinsson sem nú er aðaleigandi Avion Group. Ekstra Bladet segir að blóðug mafíuátök hafi staðið um bjórmarkaðinn í Pétursborg þegar Íslendingarnir voru þar að byggja upp veldi sitt. Greint er frá leigumorðinu á áhrifamiklu þingkonunni Galinu Starovojtovu árið 1998 en hún var skotin í hnakkann fyrir utan heimili sitt. Ráðgjafi hennar greindi frá því fyrir rétti, segir Ekstra Bladet, að skömmu fyrir morðið hafi menn frá Björgólfi Thor leitað til hennar og beðið um hjálp vegna þvingana sem Bravo-bjórverksmiðja þeirra hafi orðið fyrir. Tvö fyrirtæki hafi viljað þvinga Bravo í viðskipti. Árið eftir hafi svo leigumorðingjar myrt Aslanbek Gallojev um hábjartan dag en hann var tengdur Baltika-bjórverksmiðjunni sem var helsti keppinautur Björgólfsfeðga. Aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis, Ilja Weisman, hlaut sömu örlög árið 2000. Tengir Ekstra Bladet síðan þessi blóðugu mafíuátök við pólitíska spillingu. Er því svo slegið fram að þrátt fyrir þetta stríð hafi Björgólfur Thor sloppið frá Pétursborg til Reykjavíkur með 400 milljónir bandaríkjadala í vasanum árið 2004. Var þá Bravo-bjórverksmiðjan seld Heineken-verksmiðjunni og með afrakstrinum var grunnur lagður að viðskiptaveldi Björgólfsfeðga og Magnúsar í Samson. Með greininni, sem hefur undirfyrirsögnina "Bjór með blóðbragði" er síðan birt stór mynd af Björgólfi Thor - sem eins og kunnugt er hefur komist á lista yfir ríkustu menn heims.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira