Báru skotheld vesti vegna líflátshótana 11. desember 2006 18:30 Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. Fleiri en ein líflátshótun hafa borist lögreglu frá hópi manna vegna mannsins sem lést eftir hjartastopp en meðal þeirra eru þekktir ofbeldismenn og handrukkarar. Maðurinn hafði verið gestur á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Lögregla kom á staðinn, setti manninn í handjárn og flutti hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í lögreglubílnum fékk hann hjartastopp en sjúkraliða tókst að lífga manninn við og var hann fluttur á gjörgæslu þar sem hann lést tæpri viku síðar. Mótmælastaða var við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðustu viku vegna þessa þar sem var hópur fólks auk nokkurra stóra hunda og hafa líflátshótanir borist lögreglu. Hótanirnar eru teknar mjög alvarlega og klæddust lögreglumenn í miðbænum um helgina vestum til að verjast skotum og hnífsstungum. Eins báru þeir stórar kylfur sér til varnar. Þá var viðbúnaður aukinn í miðbænum, fleiri lögreglumenn voru á vakt og var bætt við einum stórum lögreglubíl. Niðurstöðum krufingar er að vænta innan skamms en þá mun dánarorsök mannsins verða ljós. Embætti ríkislögreglustjóra fer með rannsókn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. Fleiri en ein líflátshótun hafa borist lögreglu frá hópi manna vegna mannsins sem lést eftir hjartastopp en meðal þeirra eru þekktir ofbeldismenn og handrukkarar. Maðurinn hafði verið gestur á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti, truflaði hótelgesti og kastaði til húsgögnum. Lögregla kom á staðinn, setti manninn í handjárn og flutti hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í lögreglubílnum fékk hann hjartastopp en sjúkraliða tókst að lífga manninn við og var hann fluttur á gjörgæslu þar sem hann lést tæpri viku síðar. Mótmælastaða var við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðustu viku vegna þessa þar sem var hópur fólks auk nokkurra stóra hunda og hafa líflátshótanir borist lögreglu. Hótanirnar eru teknar mjög alvarlega og klæddust lögreglumenn í miðbænum um helgina vestum til að verjast skotum og hnífsstungum. Eins báru þeir stórar kylfur sér til varnar. Þá var viðbúnaður aukinn í miðbænum, fleiri lögreglumenn voru á vakt og var bætt við einum stórum lögreglubíl. Niðurstöðum krufingar er að vænta innan skamms en þá mun dánarorsök mannsins verða ljós. Embætti ríkislögreglustjóra fer með rannsókn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira