Neyðarástand í Líbanon 22. júlí 2006 09:00 Sjúkraliði kemur barni undan Móðir þessa barns særðist í sprengjuárás í þorpinu Jwaia í Líbanon. MYND/Nordicphotos/afp Ísraelar setja nú aukinn kraft í árásir sínar í Líbanon. Ísraelski herinn hefur kallað út varalið og ráðlagt íbúum Suður-Líbanons að hafa sig á brott. Talið er að herinn undirbúi nú innrás landgönguliða sem fjölmenntu við landamærin í gær. Rauði krossinn lýsti yfir neyðarástandi í Líbanon í gær og Sameinuðu þjóðirnar segja aðstæður í landinu fara snarversnandi og neyð almennra borgara aukast frá degi til dags. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna harmaði að vegna eyðileggingar vega og brúa einangraðist Líbanon óðum frá umheiminum og æ erfiðara yrði að sinna nauðsynlegu hjálparstarfi. Hann sagði að ýmsar lífsnauðsynjar, eins og til dæmis hreint vatn, væru nú af skornum skammti. Talsmaður skrifstofu mannúðarmála hjá SÞ segir að erfitt sé að meta þörfina fyrir aðstoð, en telur að allt að hálf milljón manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín eða orðið fyrir stórfelldum óþægindum á síðustu dögum. Birgðir neyðarvista fyrir fjögur þúsund manns eru til reiðu en dreifing þeirra hefur tafist vegna ástands vega. Rauði krossinn segir hættulegt fyrir sjúkrabíla að keyra um vegna sprengjuárásanna og óttast er að smitsjúkdómar eins og mislingar og ýmsar öndunarsýkingar breiðist út í þéttskipuðum neyðarskýlum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur einnig fjallað um ástandið í Líbanon og starfsmenn hennar segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegu rafmagnsleysi á sjúkrahúsum. Sprengikúla lenti á eftirlitsturni Sameinuðu þjóðanna í gær, en SÞ hefur fylgst með landamærunum síðan Ísraelar drógu lið sitt út úr Líbanon árið 2000. Ísraelski herinn sagði Hizbollah hafa skotið á turninn en ónafngreindur liðsforingi SÞ sagði að sprengikúlan hefði komið úr skriðdreka Ísraela. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, greinir frá því á heimasíðu sinni að líklegt sé að þriðjungur særðra og látinna sé börn og ungmenni. UNICEF starfar ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og heilbrigðisráðuneyti Líbanons að sérstakri neyðaraðstoð fyrir börnin í landinu, svo sem vegna langvinnra veikinda og bráðatilfella. Í sameiginlegri yfirlýsingu UNICEF og AHS segir að átökin í landinu hafi hrikaleg áhrif á andlega heilsu barnanna. Líbanski herinn hefur haldið að sér höndum hingað til en forseti Líbanons segir að það breytist um leið og Ísraelsmenn sendi landgönguliðana yfir landamærin. Erlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Ísraelar setja nú aukinn kraft í árásir sínar í Líbanon. Ísraelski herinn hefur kallað út varalið og ráðlagt íbúum Suður-Líbanons að hafa sig á brott. Talið er að herinn undirbúi nú innrás landgönguliða sem fjölmenntu við landamærin í gær. Rauði krossinn lýsti yfir neyðarástandi í Líbanon í gær og Sameinuðu þjóðirnar segja aðstæður í landinu fara snarversnandi og neyð almennra borgara aukast frá degi til dags. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna harmaði að vegna eyðileggingar vega og brúa einangraðist Líbanon óðum frá umheiminum og æ erfiðara yrði að sinna nauðsynlegu hjálparstarfi. Hann sagði að ýmsar lífsnauðsynjar, eins og til dæmis hreint vatn, væru nú af skornum skammti. Talsmaður skrifstofu mannúðarmála hjá SÞ segir að erfitt sé að meta þörfina fyrir aðstoð, en telur að allt að hálf milljón manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín eða orðið fyrir stórfelldum óþægindum á síðustu dögum. Birgðir neyðarvista fyrir fjögur þúsund manns eru til reiðu en dreifing þeirra hefur tafist vegna ástands vega. Rauði krossinn segir hættulegt fyrir sjúkrabíla að keyra um vegna sprengjuárásanna og óttast er að smitsjúkdómar eins og mislingar og ýmsar öndunarsýkingar breiðist út í þéttskipuðum neyðarskýlum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur einnig fjallað um ástandið í Líbanon og starfsmenn hennar segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegu rafmagnsleysi á sjúkrahúsum. Sprengikúla lenti á eftirlitsturni Sameinuðu þjóðanna í gær, en SÞ hefur fylgst með landamærunum síðan Ísraelar drógu lið sitt út úr Líbanon árið 2000. Ísraelski herinn sagði Hizbollah hafa skotið á turninn en ónafngreindur liðsforingi SÞ sagði að sprengikúlan hefði komið úr skriðdreka Ísraela. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, greinir frá því á heimasíðu sinni að líklegt sé að þriðjungur særðra og látinna sé börn og ungmenni. UNICEF starfar ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og heilbrigðisráðuneyti Líbanons að sérstakri neyðaraðstoð fyrir börnin í landinu, svo sem vegna langvinnra veikinda og bráðatilfella. Í sameiginlegri yfirlýsingu UNICEF og AHS segir að átökin í landinu hafi hrikaleg áhrif á andlega heilsu barnanna. Líbanski herinn hefur haldið að sér höndum hingað til en forseti Líbanons segir að það breytist um leið og Ísraelsmenn sendi landgönguliðana yfir landamærin.
Erlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira