Erlent

Friðarviðræður samþykktar í Sómalíu

Sendifulltrúinn Louis Michel (t.h.) ásamt forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Ali Mohamed Gedi.
Sendifulltrúinn Louis Michel (t.h.) ásamt forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Ali Mohamed Gedi. MYND/AP

Sendifulltrúi Evrópusambandsins fékk íslamska uppreisnarmenn og bráðabirgðastjórnina í Sómalíu til að samþykkja að setjast aftur að friðarviðræðum. Hann sagði að friðarviðvræðurnar myndu fara fram í Kartúm, höfuðborg Súdans, en nefndi enga tímasetningu. Fyrir utan Baidoa, þar sem sendifulltrúinn hitti bráðabirgðastjórnina, var hins vegar allt annað en friðvænlegt, riffilskothríð og handsprengjum varpað. Sendifulltrúinn sagði líklegt að skærur og árásir héldu eitthvað áfram en taldi engu að síður að nokkur sátt hafi verið um að hefja viðræður á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×