Engin flóðbylgja myndaðist í kjölfar jarðskjálfta sem varð neðansjávar austur af Indónesíu, nánar tiltekið við Molucca-eyjar, skömmu eftir hádegi í dag.
Jarðskjálftinn mældist 5,4 á Richter en í fyrstu var hann sagður hafa mælst 6,4 á Richter.
Yfirvöld sendu frá sér flóðbylgjuviðvörun en síðan kom í ljós að engin hætta var á ferðum.