Segir Jón Magnússon ekki löglegan flokksmann 18. nóvember 2006 05:45 Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir umræðu síðustu daga vera villandi. Enginn þingmannanna vildi ræða viðtal við Margréti Sverrisdóttur í blaðinu í gær, en þar sagðist hún ekki vilja vera í flokki sem markaðist af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns og jafnaði þeim við þjóðernishyggju. Sverrir Hermannsson, stofnandi flokksins, var sá eini úr kjarna Frjálslyndra sem vildi ræða deilumál Jóns og Margrétar. „Ég held nú að þetta verði afgreitt í sátt og samlyndi. Um hvað er deilt? Það er deilt um það að Margrét heldur sig nákvæmlega við málefnaskrá flokksins. Og að halda það að einhver utanveltubesefi eins og Jón Magnússon, sem er ekki einu sinni löglegur félagi í Frjálslynda flokknum, hafi eitthvað um það að segja, kemur ekki til nokkurra greina,“ sagði Sverrir í gær. Magnús Þór Hafsteinsson sagði að stefnumál flokksins hefðu ekki breyst og að skoðanir Jóns væru hans einkamál. „Það sem Jón Magnússon hefur skrifað eru fyrst og fremst hans eigin viðhorf. Fólk hefur mismunandi áherslur og túlkar sig með mismunandi hætti,“ Magnús sagði einnig að honum þætti grein Jóns Magnússonar „Ísland fyrir Íslendinga?“ vera fín í því samhengi sem hann sæi hana. Hins vegar væri hann afar ósáttur við að orð Jóns væru slitin úr samhengi. Hann túlkar grein Jóns ekki sem rasisma. Sigurjón Þórðarson tók í svipaðan streng og Magnús. „Ég er sammála inntakinu í greininni um að hingað eigi ekki að koma öfgafólk og skiptir þá engu hver trú þeirra er. Umræðan um málefni útlendinga snýst hins vegar fyrst og fremst um kjör launafólks sem er í beinni samkeppni við óheft flæði starfsfólks frá öðrum löndum. Andstæðingar flokksins leggja alla áherslu á að draga umræðuna frá þessu og færa yfir á vafasamt svið kynþáttahyggju, sem er langt í frá stefna flokksins.“ Guðjón A. Kristjánsson vildi ekkert segja um málið í gær, annað en að stefna Frjálslynda flokksins hefði ekki breyst. Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir umræðu síðustu daga vera villandi. Enginn þingmannanna vildi ræða viðtal við Margréti Sverrisdóttur í blaðinu í gær, en þar sagðist hún ekki vilja vera í flokki sem markaðist af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns og jafnaði þeim við þjóðernishyggju. Sverrir Hermannsson, stofnandi flokksins, var sá eini úr kjarna Frjálslyndra sem vildi ræða deilumál Jóns og Margrétar. „Ég held nú að þetta verði afgreitt í sátt og samlyndi. Um hvað er deilt? Það er deilt um það að Margrét heldur sig nákvæmlega við málefnaskrá flokksins. Og að halda það að einhver utanveltubesefi eins og Jón Magnússon, sem er ekki einu sinni löglegur félagi í Frjálslynda flokknum, hafi eitthvað um það að segja, kemur ekki til nokkurra greina,“ sagði Sverrir í gær. Magnús Þór Hafsteinsson sagði að stefnumál flokksins hefðu ekki breyst og að skoðanir Jóns væru hans einkamál. „Það sem Jón Magnússon hefur skrifað eru fyrst og fremst hans eigin viðhorf. Fólk hefur mismunandi áherslur og túlkar sig með mismunandi hætti,“ Magnús sagði einnig að honum þætti grein Jóns Magnússonar „Ísland fyrir Íslendinga?“ vera fín í því samhengi sem hann sæi hana. Hins vegar væri hann afar ósáttur við að orð Jóns væru slitin úr samhengi. Hann túlkar grein Jóns ekki sem rasisma. Sigurjón Þórðarson tók í svipaðan streng og Magnús. „Ég er sammála inntakinu í greininni um að hingað eigi ekki að koma öfgafólk og skiptir þá engu hver trú þeirra er. Umræðan um málefni útlendinga snýst hins vegar fyrst og fremst um kjör launafólks sem er í beinni samkeppni við óheft flæði starfsfólks frá öðrum löndum. Andstæðingar flokksins leggja alla áherslu á að draga umræðuna frá þessu og færa yfir á vafasamt svið kynþáttahyggju, sem er langt í frá stefna flokksins.“ Guðjón A. Kristjánsson vildi ekkert segja um málið í gær, annað en að stefna Frjálslynda flokksins hefði ekki breyst.
Innlent Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira