Gæðamat á íslenskum vegum 15. ágúst 2006 19:37 Mynd/Einar Ólasson Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. FÍB hefur framkvæmt gæðamat á Reykjanesbraut, hluta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í samstarfi við Samgönguráðuneytið og Umferðarstofnun, sem fjármagnar rannsóknina. Gerð var stöðluð gæða og öryggiskönnun á íslenskum vegum undir merkjum EuroRap sem felur í sér ítarlegt gæðamat á vegum, samkvæmt alþjóðastöðlum, með tilliti til öryggis ef bíll fer útaf. Vegunum eru gefnar allt að fjórar stjörnur eftir gæðum þeirra. Reykjanesbraut fær þrjár stjörnur í heildina en á köflum fær hún einungis 2 stjörnur, t.d. við Álverið í Straumsvík þar sem háar vegbrúni og hættulegt umhverfi við vegbrún svo sem hættulegir ljósastaurar auka verulega slysahættu. Þó eru kaflar þar sem slysahætta er minni vegna aflíðandi vegbrúna og brjótanlegra ljósastaura, t.d. á stuttum hluta í gegnum Hafnarfjörð sem draga brautina upp í 4 stjörnur. Suðurlandsbraut fær líka þrjár stjörnur í heildina og eru þar kafla sem sem fá 2 stjörnur vegna mikils fjölda hættulegra vegamóta. Eins er mikið um djúpa skurði, háa vegkanta og stutt vegrið sem draga úr gæðum vegarins. Vesturlandsvegurinn fær þrjár stjörnur en sumstaðar nær hann aðeins 2 stjörnum og er það helst á köflum rétt fyrir utan Borgarnes þar sem mikill grjótgarður liggur meðfram veginum til varnar að bílar lendi úti í sjó. Þar ættu frekar að vera veghandrið þar sem afleiðingar þess að ökutæki keyri á grótgarðinn eru mun alvarlegri en ef hann myndi hafna á vegriði. Veghluti Vesturlandsvegar sem liggur milli Suðurlandsvegar og Mosfellsbæjar eru þó nálægt því að hljóta 4 stjörnur þar sem vegurinn er tvöfaldur og gatnamót eru sett í hringtorg. Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri EuroRap segir að bæta megi gæði vega og minnka hættu á alvarlegum slysum með því að setja upp vegrið, lækka vegbrúnir/kanta, fylla í skurð og hreinsa og slétta í kringum vegina svo eitthvað sé nefnt. Taka skal fram að þetta mat er gert á þremur af bestu vegum landsins en fá þeir þó allir þrjár stjörnur af fjórum. Ólafur segir að í því ljósi sé ekki hægt að svo stöddu að gefa út hvernig ástand vega á Íslandi er samanborið við önnur lönd þar sem einungis þessi 175 km leið hafi verið metin. Hann segir að það muni ekki koma í ljós hvar við stöndum fyrr en viðameira gæðamat liggur fyrir sem er nú þegar í bígerð. Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. FÍB hefur framkvæmt gæðamat á Reykjanesbraut, hluta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í samstarfi við Samgönguráðuneytið og Umferðarstofnun, sem fjármagnar rannsóknina. Gerð var stöðluð gæða og öryggiskönnun á íslenskum vegum undir merkjum EuroRap sem felur í sér ítarlegt gæðamat á vegum, samkvæmt alþjóðastöðlum, með tilliti til öryggis ef bíll fer útaf. Vegunum eru gefnar allt að fjórar stjörnur eftir gæðum þeirra. Reykjanesbraut fær þrjár stjörnur í heildina en á köflum fær hún einungis 2 stjörnur, t.d. við Álverið í Straumsvík þar sem háar vegbrúni og hættulegt umhverfi við vegbrún svo sem hættulegir ljósastaurar auka verulega slysahættu. Þó eru kaflar þar sem slysahætta er minni vegna aflíðandi vegbrúna og brjótanlegra ljósastaura, t.d. á stuttum hluta í gegnum Hafnarfjörð sem draga brautina upp í 4 stjörnur. Suðurlandsbraut fær líka þrjár stjörnur í heildina og eru þar kafla sem sem fá 2 stjörnur vegna mikils fjölda hættulegra vegamóta. Eins er mikið um djúpa skurði, háa vegkanta og stutt vegrið sem draga úr gæðum vegarins. Vesturlandsvegurinn fær þrjár stjörnur en sumstaðar nær hann aðeins 2 stjörnum og er það helst á köflum rétt fyrir utan Borgarnes þar sem mikill grjótgarður liggur meðfram veginum til varnar að bílar lendi úti í sjó. Þar ættu frekar að vera veghandrið þar sem afleiðingar þess að ökutæki keyri á grótgarðinn eru mun alvarlegri en ef hann myndi hafna á vegriði. Veghluti Vesturlandsvegar sem liggur milli Suðurlandsvegar og Mosfellsbæjar eru þó nálægt því að hljóta 4 stjörnur þar sem vegurinn er tvöfaldur og gatnamót eru sett í hringtorg. Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri EuroRap segir að bæta megi gæði vega og minnka hættu á alvarlegum slysum með því að setja upp vegrið, lækka vegbrúnir/kanta, fylla í skurð og hreinsa og slétta í kringum vegina svo eitthvað sé nefnt. Taka skal fram að þetta mat er gert á þremur af bestu vegum landsins en fá þeir þó allir þrjár stjörnur af fjórum. Ólafur segir að í því ljósi sé ekki hægt að svo stöddu að gefa út hvernig ástand vega á Íslandi er samanborið við önnur lönd þar sem einungis þessi 175 km leið hafi verið metin. Hann segir að það muni ekki koma í ljós hvar við stöndum fyrr en viðameira gæðamat liggur fyrir sem er nú þegar í bígerð.
Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira