Skorar á yfirvöld að lengja kennaranám 10. ágúst 2006 19:45 Formaður Kennarasambands Íslands skorar á yfirvöld að lengja kennaranám til samræmis við nágrannalöndin til þess að bæta námsárangur í íslenskum skólum. Þá segir hann samfélagið í heild þurfa að taka á óstýrilæti og agaleysi til þess að ná sömu markmiðum. Í nýrri efnahagsskýrslu OECD um Ísland er meðal annars bent á að fjárveitingar til menntamála hafi verið stórauknar á síðustu árum og séu nú meðal þeirra hæstu innan OECD miðað við landsframleiðslu. Það hafi hins vegar ekki skilað sér í betri námsárangri sem sé í meðallagi í grunnskólum samkvæmt könnunum. Skýrsluhöfundar leggja því til að gæðin verði tekin fram yfir magnið í skólum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að það taki nokkur ár til viðbótar fyrir aukið fjármagn að skila sér í betri árangri. Hann bendir á að fjármagn til kennslu í grunnskólum hafi verið skorið gífurlega niður á árinu 1992 þannig að þeir sem hafi útskrifast árið 2003 hafi upplifað grunnskólann með verulega skertri þjónustu. Skýrsluhöfundar benda á að leggja þurfi meiri áherslu á aukna menntun kennara en sömu tillögur komu frá nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins nýverið. Eiríkur skorar á bæði ríkisstjórnina og sveitarfélögin að gera kennaramenntun sambærilega við samanburðarlöndin. Þá sé hann viss um að Íslendingar verði meðal þeirra þjóða sem ná bestum árangri. Fleiri þættir spila inn í námsárangur og nefnir Eiríkur þar aga en hann sé minni hér í skólum en í nágrannalöndunum. Þar þurfi heimilin og skólarnir að vinna saman því öðruvísi náist ekki árangur á þessu sviði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands skorar á yfirvöld að lengja kennaranám til samræmis við nágrannalöndin til þess að bæta námsárangur í íslenskum skólum. Þá segir hann samfélagið í heild þurfa að taka á óstýrilæti og agaleysi til þess að ná sömu markmiðum. Í nýrri efnahagsskýrslu OECD um Ísland er meðal annars bent á að fjárveitingar til menntamála hafi verið stórauknar á síðustu árum og séu nú meðal þeirra hæstu innan OECD miðað við landsframleiðslu. Það hafi hins vegar ekki skilað sér í betri námsárangri sem sé í meðallagi í grunnskólum samkvæmt könnunum. Skýrsluhöfundar leggja því til að gæðin verði tekin fram yfir magnið í skólum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að það taki nokkur ár til viðbótar fyrir aukið fjármagn að skila sér í betri árangri. Hann bendir á að fjármagn til kennslu í grunnskólum hafi verið skorið gífurlega niður á árinu 1992 þannig að þeir sem hafi útskrifast árið 2003 hafi upplifað grunnskólann með verulega skertri þjónustu. Skýrsluhöfundar benda á að leggja þurfi meiri áherslu á aukna menntun kennara en sömu tillögur komu frá nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins nýverið. Eiríkur skorar á bæði ríkisstjórnina og sveitarfélögin að gera kennaramenntun sambærilega við samanburðarlöndin. Þá sé hann viss um að Íslendingar verði meðal þeirra þjóða sem ná bestum árangri. Fleiri þættir spila inn í námsárangur og nefnir Eiríkur þar aga en hann sé minni hér í skólum en í nágrannalöndunum. Þar þurfi heimilin og skólarnir að vinna saman því öðruvísi náist ekki árangur á þessu sviði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira