Deila um tilboð til íslenskra stjórnvalda 10. ágúst 2006 07:15 Varnarliðsmenn að störfum Óvíst er enn hver niðurstaðan verður í varnarviðræðunum milli Íslands og Bandaríkjanna. Til grundvallar liggur varnaráætlun sem lögð hefur verið fram af hálfu Bandaríkjamanna. MYND/Heiða Íslensk stjórnvöld hafa til skoðunar varnaráætlun sem Bandaríkjamenn hafa lagt til grundvallar í viðræðum um skipan varnarmála á Íslandi. Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir Íslands hönd, sagðist eiga von á því að samkomulag milli þjóðanna tveggja myndi nást fyrir septemberlok, en þá er áætlað að varnarliðið verði farið af landi brott. „Ég geri ráð fyrir því að fallist verði á varnaráætlunina, ef það næst samkomulag um málið í heild.“ Geir kynnti í gær fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna, hvaða tillögur hefðu komið fram í varnarviðræðunum. „Þetta mál er í viðræðuferli. Í síðustu viku fóru fram viðræður þar sem meðal annars var farið yfir varnaráætlun sem lögð hefur verið til grundvallar af hálfu Bandaríkjamanna. Einnig var rætt um önnur atriði sem lúta að viðskilnaði Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og hvernig gengið verður frá þeim málum.“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hafa heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hefðu boðið Íslendingum 36 milljónir dollara, eða 2,5 milljarð króna, fyrir að hafa umsjón með fasteignum tengdum Atlantshafsbandalaginu á Miðnesheiði. Geir segir þessar upplýsingar rangar. „Ég kannast ekki við þessar upplýsingar sem Össur kom fram með, eða þá fjárhæð sem hann nefndi. Þessi orð Össurar komu okkur sem vinnum að þessum viðræðum í opna skjöldu og hann einn getur svarað fyrir það hvaðan hann fær þessar upplýsingar.“ Össur segist hafa traustar heimildir fyrir þessum upplýsingum og dregur í efa að boðleiðir innan ráðuneytis Geirs hafi náð til hans. „Ég dreg það ekki í efa, ef Geir segist ekki hafa heyrt af þessu tilboði, því ég þekki Geir ekki af öðru en að hann segi satt og rétt frá. Viðbrögð hans vekja hins vegar hjá mér spurningar um boðleiðir í utanríkisráðuneytinu, sem hann stýrði. Heimildir sem ég treysti, og ofbuðu þau vinnubrögð sem stjórnvöld hafa beitt í samningaviðræðunum, greindu mér frá því að Bandaríkjamenn hefðu óformlega fyrr á árinu, viðrað við Íslendinga að þeir væru tilbúnir til þess að greiða Íslendingum 36 milljónir dollara fyrir að sjá um ákveðin verkefni sem litu að umsjón og viðhaldi á fasteignum Atlantshafsbandalagsins. Hvernig sem því var komið á framfæri við íslensk stjórnvöld er óhjákvæmilegt annað en að formaður viðræðunefndarinnar hafi vitað af því.“ Össur segir útreikninga, sem að baki tilboðinu liggja, hafa verið afhenta utanríkisráðuneytinu fyrr á þessu ári. „Ég veit hins vegar að upphæðin var niðurstaða útreikninga sem Bandaríkjamenn létu framkvæma, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að þetta væri kostnaðurinn við þessi tilteknu verk. Frá sömu heimildum hef ég það, að blöð með þessum útreikningum hafi verið afhent utanríkisráðuneytinu, ekki síðar en í maí eða júní á þessu ári. Ég hef nefnt þessa tölu við háttsetta embættismenn sem hafa kannast við þessa tölu.“ Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa til skoðunar varnaráætlun sem Bandaríkjamenn hafa lagt til grundvallar í viðræðum um skipan varnarmála á Íslandi. Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir Íslands hönd, sagðist eiga von á því að samkomulag milli þjóðanna tveggja myndi nást fyrir septemberlok, en þá er áætlað að varnarliðið verði farið af landi brott. „Ég geri ráð fyrir því að fallist verði á varnaráætlunina, ef það næst samkomulag um málið í heild.“ Geir kynnti í gær fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna, hvaða tillögur hefðu komið fram í varnarviðræðunum. „Þetta mál er í viðræðuferli. Í síðustu viku fóru fram viðræður þar sem meðal annars var farið yfir varnaráætlun sem lögð hefur verið til grundvallar af hálfu Bandaríkjamanna. Einnig var rætt um önnur atriði sem lúta að viðskilnaði Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og hvernig gengið verður frá þeim málum.“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hafa heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hefðu boðið Íslendingum 36 milljónir dollara, eða 2,5 milljarð króna, fyrir að hafa umsjón með fasteignum tengdum Atlantshafsbandalaginu á Miðnesheiði. Geir segir þessar upplýsingar rangar. „Ég kannast ekki við þessar upplýsingar sem Össur kom fram með, eða þá fjárhæð sem hann nefndi. Þessi orð Össurar komu okkur sem vinnum að þessum viðræðum í opna skjöldu og hann einn getur svarað fyrir það hvaðan hann fær þessar upplýsingar.“ Össur segist hafa traustar heimildir fyrir þessum upplýsingum og dregur í efa að boðleiðir innan ráðuneytis Geirs hafi náð til hans. „Ég dreg það ekki í efa, ef Geir segist ekki hafa heyrt af þessu tilboði, því ég þekki Geir ekki af öðru en að hann segi satt og rétt frá. Viðbrögð hans vekja hins vegar hjá mér spurningar um boðleiðir í utanríkisráðuneytinu, sem hann stýrði. Heimildir sem ég treysti, og ofbuðu þau vinnubrögð sem stjórnvöld hafa beitt í samningaviðræðunum, greindu mér frá því að Bandaríkjamenn hefðu óformlega fyrr á árinu, viðrað við Íslendinga að þeir væru tilbúnir til þess að greiða Íslendingum 36 milljónir dollara fyrir að sjá um ákveðin verkefni sem litu að umsjón og viðhaldi á fasteignum Atlantshafsbandalagsins. Hvernig sem því var komið á framfæri við íslensk stjórnvöld er óhjákvæmilegt annað en að formaður viðræðunefndarinnar hafi vitað af því.“ Össur segir útreikninga, sem að baki tilboðinu liggja, hafa verið afhenta utanríkisráðuneytinu fyrr á þessu ári. „Ég veit hins vegar að upphæðin var niðurstaða útreikninga sem Bandaríkjamenn létu framkvæma, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að þetta væri kostnaðurinn við þessi tilteknu verk. Frá sömu heimildum hef ég það, að blöð með þessum útreikningum hafi verið afhent utanríkisráðuneytinu, ekki síðar en í maí eða júní á þessu ári. Ég hef nefnt þessa tölu við háttsetta embættismenn sem hafa kannast við þessa tölu.“
Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira