Sprengja sprakk nærri skrifstofubyggingu stærsta stjórnmálaflokks Tyrklands í borginni Izmir í morgun. Fyrstu fregnir herma að enginn hafi látist eða særst í sprengingunni en samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum var sprengjan falin í ruslutunnu. Tilræðið er eitt margra sprengjutilræða í Tyrklandi undanfarnar vikur.
Erlent