Boðar samstöðu og sættir flokksmanna 20. ágúst 2006 03:30 Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem lauk í gær. Jón hlaut 417 atkvæði eða 54,8% en Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisog tryggingaráðherra, hlaut 336 atkvæði eða 44,15%. Jón þakkaði fundarmönnum stuðninginn og sagði þingið og kjörið vera tímamót í sögu Framsóknarflokksins. Hann sagði úrslit formannskjörsins á þá lund að enginn hefði tapað, allir hefðu sigrað. Þá sagðist hann ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að efla innri samstöðu og jafna ágreining sem upp hefur komið og upp kann að koma innan flokksins. „Ég er ánægður með kosninguna og er sannfærður um að hún styrkir flokkinn til framtíðar," sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. Siv Friðleifsdóttir var á sama máli og sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að flokkurinn allur hefði sigrað. „Ég var tilbúin til að leiða flokkinn en flokksþing hefur talað og þetta er niðurstaðan." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var endurkjörinn varaformaður. Hann hlaut 437 atkvæði eða 60,95% en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hlaut 262 atkvæði eða 36,54%. Guðni sagðist hafa haft góða tilfinningu fyrir úrslitunum. „Ég hafði orðið tilfinningu fyrir því að ég væri nokkuð sterkur og myndi hafa þetta," sagði hann að kjöri loknu. Jónína sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að kosningarnar gætu farið á þennan veg, en hún verði eftir sem áður í forystustarfi fyrir flokkinn og stefni að því að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Sæunn Stefánsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hún hlaut 436 atkvæði eða 75,43% en Haukur Logi Karlsson hlaut 82 atkvæði eða 14,19%. Áður en að kjörinu kom drógu þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson framboð sín til ritaraembættisins til baka og lýstu yfir stuðningi við Sæunni. Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem lauk í gær. Jón hlaut 417 atkvæði eða 54,8% en Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisog tryggingaráðherra, hlaut 336 atkvæði eða 44,15%. Jón þakkaði fundarmönnum stuðninginn og sagði þingið og kjörið vera tímamót í sögu Framsóknarflokksins. Hann sagði úrslit formannskjörsins á þá lund að enginn hefði tapað, allir hefðu sigrað. Þá sagðist hann ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að efla innri samstöðu og jafna ágreining sem upp hefur komið og upp kann að koma innan flokksins. „Ég er ánægður með kosninguna og er sannfærður um að hún styrkir flokkinn til framtíðar," sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. Siv Friðleifsdóttir var á sama máli og sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að flokkurinn allur hefði sigrað. „Ég var tilbúin til að leiða flokkinn en flokksþing hefur talað og þetta er niðurstaðan." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var endurkjörinn varaformaður. Hann hlaut 437 atkvæði eða 60,95% en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hlaut 262 atkvæði eða 36,54%. Guðni sagðist hafa haft góða tilfinningu fyrir úrslitunum. „Ég hafði orðið tilfinningu fyrir því að ég væri nokkuð sterkur og myndi hafa þetta," sagði hann að kjöri loknu. Jónína sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að kosningarnar gætu farið á þennan veg, en hún verði eftir sem áður í forystustarfi fyrir flokkinn og stefni að því að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Sæunn Stefánsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hún hlaut 436 atkvæði eða 75,43% en Haukur Logi Karlsson hlaut 82 atkvæði eða 14,19%. Áður en að kjörinu kom drógu þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson framboð sín til ritaraembættisins til baka og lýstu yfir stuðningi við Sæunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira