Slökkvilið höfuðborgarsvæðising var kallað út um klukkan hálf níu í kvöld vegna elds í bakarofni í heimahúsi í Fossvogi. Húsráðanda hafði tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið. Ekki urðu slys á fólki en húsráðandi var fluttur á slysadeildina í Fossvogi með snert af reykeitrun.
Eldur kviknaði í bakarofni
