Mistök hjá Seðlabanka Íslands 16. ágúst 2006 22:45 MYND/Gunnar V. Andrésson Bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins telja vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í dag misráðna. ASÍ spáir harðri lendingu á næsta ári og SA segja bankann vinna gegn aðgerðum aðila vinnumarkaðarins. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig, í 13,5%. Í kjölfarið hækkaði Landsbankinn vexti og síðar Sparisjóðirnir og Glitnir. Á heimasíðu ASÍ er því spáð að nýjasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans leiði til harðrar lendingar í íslensku atvinnulífi á næsta ári. Hagvöxtur muni minnka, kaupmáttur líka og atvinnuleysi aukast. Gengi krónunnar gæti einnig styrkst enn frekar og stuðlað að því að viðskiptahalli við útlönd leiðréttist hægar. ASÍ bendir á að áhrif af vaxtaákvörðun Seðlabankans skili sér út í hagkerfið á löngum tíma. Nú þegar séu teikn á lofti um lækkandi verðbólgu og því sé vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag mistök. Á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins er að finna svipaða gagnrýni. Samtökin segja ákvörðunina byggja á röngu mati á þróun mála á tveimur lykilmörkuðum hagkerfisins, vinnumarkaðnum og fasteignamarkaðnum. Brýnt sé að Seðlabankinn gangi í takt við efnahagslífið og taki mark á öllum þeim teiknum sem nú séu um niðursveifluna í efnahagslífinu. Samtök atvinnulífsins telja að Seðlabankinn verði að lækka stýrivexti strax við næstu vaxtaákvörðun bankans í september. Eins og staðan sé nú gæti Seðlabankinn gert að engu þá atlögu að verðbólgunni sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusambandið og ríkisstjórnin hafi staðið fyrir. Fréttir Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins telja vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í dag misráðna. ASÍ spáir harðri lendingu á næsta ári og SA segja bankann vinna gegn aðgerðum aðila vinnumarkaðarins. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig, í 13,5%. Í kjölfarið hækkaði Landsbankinn vexti og síðar Sparisjóðirnir og Glitnir. Á heimasíðu ASÍ er því spáð að nýjasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans leiði til harðrar lendingar í íslensku atvinnulífi á næsta ári. Hagvöxtur muni minnka, kaupmáttur líka og atvinnuleysi aukast. Gengi krónunnar gæti einnig styrkst enn frekar og stuðlað að því að viðskiptahalli við útlönd leiðréttist hægar. ASÍ bendir á að áhrif af vaxtaákvörðun Seðlabankans skili sér út í hagkerfið á löngum tíma. Nú þegar séu teikn á lofti um lækkandi verðbólgu og því sé vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag mistök. Á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins er að finna svipaða gagnrýni. Samtökin segja ákvörðunina byggja á röngu mati á þróun mála á tveimur lykilmörkuðum hagkerfisins, vinnumarkaðnum og fasteignamarkaðnum. Brýnt sé að Seðlabankinn gangi í takt við efnahagslífið og taki mark á öllum þeim teiknum sem nú séu um niðursveifluna í efnahagslífinu. Samtök atvinnulífsins telja að Seðlabankinn verði að lækka stýrivexti strax við næstu vaxtaákvörðun bankans í september. Eins og staðan sé nú gæti Seðlabankinn gert að engu þá atlögu að verðbólgunni sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusambandið og ríkisstjórnin hafi staðið fyrir.
Fréttir Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira