Leynd aflétt af svartri skýrslu um Byrgið 18. desember 2006 19:24 Svört skýrsla um fjármál og rekstur Byrgisins sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið fyrir fimm árum, hefur aldrei komið formlega fyrir sjónir fjárlaganefndar Alþingis. Birkir Jón Jónsson, núverandi formaður nefndarinnar, kom þó að skýrslugerðinni á sínum tíma, þá sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Ríkisendurskoðun rannsakar nú fjármál Byrgisins á ný, að beiðni félagsmálaráðherra, en hvorki ráðuneytið, ríkisendurskoðun né fréttastofa Stöðvar tvö hafa fundið stjórn Byrgisins. Vitnað var til skýrslunnar í Kompási í gær, sem unnin var fyrir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, eftir að vinnuhópur þriggja ráðuneyta ákvað að ástæða væri til að skoða starfsemina sérstaklega. Einn fulltrúanna var Birkir Jón Jónsson, þá aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, en nú formaður fjárlaganefndar. Í skýrslunni eru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þar má til að mynda finna eftirfarandi klausu: „ Útprentanir úr bókhaldi ná ekki yfir rétt tímabil,; styrkir eru ekki færðir; sparisjóðsbók er í mínus; og mörk milli persónulegs kostnaðar og kostnaðar meðferðarheimilisins óskýr". Og áfram: „ Fjármálstjórn Byrgisins er augljóslega í molum". Skýrsluhöfundur, Aðalsteinn Sigfússon, sálfræðingur, félagsmálastjóri í Kópavogi, vildi í janúar 2002, gefa Byrginu átta mánuði til að lagfæra það sem að var. Hann hefur hins vegar tjáð fréttastofu að enginn hafi haft samband við hann vegna málsins, hvorki til að fá nánari útskýringar eða til þess að athuga hvort viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar. Fréttastofa náði tali af Ólafi Erni Haraldssyni, þáverandi formanni fjárlaganefndar, sem ekki kannaðist við að skýrslan hafi nokkru sinni komið inn á borð nefndarinnar. Skrifstofa Alþingis staðfestir þetta. Skýrslan var á sínum tíma rædd í ríkisstjórn og barst inn í félagsmálaráðuneyti strax árið 2002. Hún var hins vegar stimpluð sem trúnaðarmál af utanríkisráðuneytinu, þar til í dag, að leyndinni var aflétt. Byrgið heldur áfram að fá opinber fjárframlög og hefur fengið samtals yfir 200 milljónir króna frá 1999. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007. Ekki náðist í Birki Jón Jónsson, fyrrverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sem kom að málinu á sínum tíma, var einn þriggja í vinnuhópi sem bað um skýrsluna og aftur nú á dögunum sem formaður fjárlaganefndar Alþingis. Umfjöllun Kompáss í gær um Byrgið er ekki næg ástæða til sérstakrar rannsóknar segir sýslumaðurinn á Selfossi. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir engar kvartanir eða kærur hafa borist og því sé ekki sjáanlegur grundvöllur til rannsóknar enda vísi Guðmundur í Byrginu öllum ásökunum á bug. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Svört skýrsla um fjármál og rekstur Byrgisins sem unnin var fyrir utanríkisráðuneytið fyrir fimm árum, hefur aldrei komið formlega fyrir sjónir fjárlaganefndar Alþingis. Birkir Jón Jónsson, núverandi formaður nefndarinnar, kom þó að skýrslugerðinni á sínum tíma, þá sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. Ríkisendurskoðun rannsakar nú fjármál Byrgisins á ný, að beiðni félagsmálaráðherra, en hvorki ráðuneytið, ríkisendurskoðun né fréttastofa Stöðvar tvö hafa fundið stjórn Byrgisins. Vitnað var til skýrslunnar í Kompási í gær, sem unnin var fyrir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, eftir að vinnuhópur þriggja ráðuneyta ákvað að ástæða væri til að skoða starfsemina sérstaklega. Einn fulltrúanna var Birkir Jón Jónsson, þá aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, en nú formaður fjárlaganefndar. Í skýrslunni eru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þar má til að mynda finna eftirfarandi klausu: „ Útprentanir úr bókhaldi ná ekki yfir rétt tímabil,; styrkir eru ekki færðir; sparisjóðsbók er í mínus; og mörk milli persónulegs kostnaðar og kostnaðar meðferðarheimilisins óskýr". Og áfram: „ Fjármálstjórn Byrgisins er augljóslega í molum". Skýrsluhöfundur, Aðalsteinn Sigfússon, sálfræðingur, félagsmálastjóri í Kópavogi, vildi í janúar 2002, gefa Byrginu átta mánuði til að lagfæra það sem að var. Hann hefur hins vegar tjáð fréttastofu að enginn hafi haft samband við hann vegna málsins, hvorki til að fá nánari útskýringar eða til þess að athuga hvort viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar. Fréttastofa náði tali af Ólafi Erni Haraldssyni, þáverandi formanni fjárlaganefndar, sem ekki kannaðist við að skýrslan hafi nokkru sinni komið inn á borð nefndarinnar. Skrifstofa Alþingis staðfestir þetta. Skýrslan var á sínum tíma rædd í ríkisstjórn og barst inn í félagsmálaráðuneyti strax árið 2002. Hún var hins vegar stimpluð sem trúnaðarmál af utanríkisráðuneytinu, þar til í dag, að leyndinni var aflétt. Byrgið heldur áfram að fá opinber fjárframlög og hefur fengið samtals yfir 200 milljónir króna frá 1999. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007. Ekki náðist í Birki Jón Jónsson, fyrrverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sem kom að málinu á sínum tíma, var einn þriggja í vinnuhópi sem bað um skýrsluna og aftur nú á dögunum sem formaður fjárlaganefndar Alþingis. Umfjöllun Kompáss í gær um Byrgið er ekki næg ástæða til sérstakrar rannsóknar segir sýslumaðurinn á Selfossi. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir engar kvartanir eða kærur hafa borist og því sé ekki sjáanlegur grundvöllur til rannsóknar enda vísi Guðmundur í Byrginu öllum ásökunum á bug.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira