Ofsaveður og sumstaðar fárviðri 22. desember 2006 17:48 Almannavarnir biðja fólk að huga að heimferð sinni áður en það fer út á lífið í kvöld. MYND/GVA Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 segir veðrið vera að fara í gang þessa stundina. "Mér sýnist því miður að þetta vera stefna í ofsaveður og raunar svo að sumstaðar á þessum svæðum verði fárviðri. Um þrjú leytið í nótt verður veðrið verst vestast á Reykjanesi og Vesturlandi og síðan mjakast þessi ofsastrengur yfir á Vestfirði og Norðurland vestra og um níu leytið í fyrramálið verður strengur farinn að nálgast Eyjafjarðarsvæðið" segir Sigurður. Hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó mun alversti strengurinn ekki ganga yfir borgina. "Engu að síður getur hviðuvindhraði í borginni náð yfir 30 m/s. Og það þarf vart að taka fram að vindhviður sem komnar eru yfir 40 m/s svo ég tali nú ekki um hærra, eru beinlínis stórhættulegar og raunar lífshættulegar öllum vegfarendum" segir Sigurður. Veðrið gengur niður sunnanlands strax í fyrramálið en hvasst verður á Norðurlandi fram eftir öðru kvöldi. Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins verður mönnuð frá 04:30 í nótt til að samhæfa aðgerðir og veita stuðning við þau embætti sem þess óska. Í samhæfingarstöðinni í nótt verða fulltrúar almannavarna, björgunarsveita, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar í Reykjavík og Neyðarlínu. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2 segir veðrið vera að fara í gang þessa stundina. "Mér sýnist því miður að þetta vera stefna í ofsaveður og raunar svo að sumstaðar á þessum svæðum verði fárviðri. Um þrjú leytið í nótt verður veðrið verst vestast á Reykjanesi og Vesturlandi og síðan mjakast þessi ofsastrengur yfir á Vestfirði og Norðurland vestra og um níu leytið í fyrramálið verður strengur farinn að nálgast Eyjafjarðarsvæðið" segir Sigurður. Hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þó mun alversti strengurinn ekki ganga yfir borgina. "Engu að síður getur hviðuvindhraði í borginni náð yfir 30 m/s. Og það þarf vart að taka fram að vindhviður sem komnar eru yfir 40 m/s svo ég tali nú ekki um hærra, eru beinlínis stórhættulegar og raunar lífshættulegar öllum vegfarendum" segir Sigurður. Veðrið gengur niður sunnanlands strax í fyrramálið en hvasst verður á Norðurlandi fram eftir öðru kvöldi. Samhæfingarstöð Almannavarna ríkisins verður mönnuð frá 04:30 í nótt til að samhæfa aðgerðir og veita stuðning við þau embætti sem þess óska. Í samhæfingarstöðinni í nótt verða fulltrúar almannavarna, björgunarsveita, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar í Reykjavík og Neyðarlínu.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira