Erlent

Discovery lenti heilu og höldnu í gærkvöld

Bandaríska geimskutlan Discovery lenti heilu og höldnu í Flórdía í gærkvöld eftir óvissu um lendinguna vegna veðurs. Mikil rigning var í Flórída og hvasst á varalendingarstaðnum í Kaliforníu og kom það ekki í ljós fyrr en klukkutíma fyrir lendingu að hægt væri að lenda á Canaveral-höfða í Flórída.

Sjö manns voru um borð í skutlunni en hún var að koma úr 13 daga ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem gert var við stöðina. Þetta var þriðja ferð geimskutlu á vegum Bandarísku geimferðastofunarinnar, NASA, á þessu ári en stofnunin áætlar að fara í fimm ferðir út í geiminn á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×