Segir leynifangelsi nauðsynleg 7. september 2006 07:15 Guantanamo Fjórtán fangar bætast brátt í hóp þeirra sem fyrir eru í fangelsi bandaríska hersins við Guantanamo á Kúbu. MYND/AP George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær í fyrsta sinn tilvist leynilegra fangelsa víða um heim, þar sem leyniþjónustan CIA hefur haldið föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hann sagði þó ekkert hvar þessi fangelsi væru. Hann nefndi nokkra af föngunum á nafn og sagði að fjórtán fangar myndu verða fluttir til fangelsis Bandaríkjahers við Guantanamo á Kúbu, þar sem þeir yrðu sóttir til saka. Það hefur verið nauðsynlegt að flytja þessa menn í umhverfi þar sem hægt er að halda þeim í leynum, gefa sérfræðingum færi á að yfirheyra þá og, þegar svo ber undir, sækja þá til saka fyrir hryðjuverk, sagði Bush. Bandarísk stjórnvöld hafa til þessa ekki viljað viðurkenna að þessi leynilegu fangelsi væru til, en þau hafa engu að síður sætt harðri gagnrýni fyrir að starfrækja þau. Ásakanir hafa gengið um að pyntingar hafi verið stundaðar í sumum þessara fangelsa. Í gær birti jafnframt bandaríski herinn nýja handbók um yfirheyrslur fanga, sem verið hefur í smíðum í meira en ár. Þar eru settar strangar reglur um mannúðlega meðferð fanga, og meðal annars er lagt blátt bann við því að hræða fanga með hundum, hylja höfuð þeirra alveg með hettum og beita svonefndri vatnsbrettaaðferð, sem veldur því að fanganum finnist hann vera að drukkna. Allar deildir bandaríska hersins þurfa að fara eftir þessum reglum, en leyniþjónustan CIA er þó óbundin af þeim þar sem hún stendur utan hersins. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa að hluta til séð um yfirheyrslur fanga, sem herinn hefur í haldi, meðal annars við Guantanamo á Kúbu og í Abu Graib fangelsinu í Írak. Erlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í gær í fyrsta sinn tilvist leynilegra fangelsa víða um heim, þar sem leyniþjónustan CIA hefur haldið föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hann sagði þó ekkert hvar þessi fangelsi væru. Hann nefndi nokkra af föngunum á nafn og sagði að fjórtán fangar myndu verða fluttir til fangelsis Bandaríkjahers við Guantanamo á Kúbu, þar sem þeir yrðu sóttir til saka. Það hefur verið nauðsynlegt að flytja þessa menn í umhverfi þar sem hægt er að halda þeim í leynum, gefa sérfræðingum færi á að yfirheyra þá og, þegar svo ber undir, sækja þá til saka fyrir hryðjuverk, sagði Bush. Bandarísk stjórnvöld hafa til þessa ekki viljað viðurkenna að þessi leynilegu fangelsi væru til, en þau hafa engu að síður sætt harðri gagnrýni fyrir að starfrækja þau. Ásakanir hafa gengið um að pyntingar hafi verið stundaðar í sumum þessara fangelsa. Í gær birti jafnframt bandaríski herinn nýja handbók um yfirheyrslur fanga, sem verið hefur í smíðum í meira en ár. Þar eru settar strangar reglur um mannúðlega meðferð fanga, og meðal annars er lagt blátt bann við því að hræða fanga með hundum, hylja höfuð þeirra alveg með hettum og beita svonefndri vatnsbrettaaðferð, sem veldur því að fanganum finnist hann vera að drukkna. Allar deildir bandaríska hersins þurfa að fara eftir þessum reglum, en leyniþjónustan CIA er þó óbundin af þeim þar sem hún stendur utan hersins. Starfsmenn leyniþjónustunnar hafa að hluta til séð um yfirheyrslur fanga, sem herinn hefur í haldi, meðal annars við Guantanamo á Kúbu og í Abu Graib fangelsinu í Írak.
Erlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira