90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina 22. maí 2006 17:40 Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Hjúkrunarheimilið verður reist á Lýsislóðinni og nærliggjandi lóð. Gert er ráð fyrir því að þar verði rými fyrir 60 Reykvíkinga og 30 Seltirninga og að nýja hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun í síðasta lagi um áramót 2009 - 2010. Frumkvæði að verkefninu er komið frá Seltjarnarnesbæ sem óskaði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu hjúkrunarheimilis þar í árslok 2003. Seltjarnarnesbær keypti Lýsislóðina og Reykjavíkurborg næstu lóð við hliðina til að byggja á. Samkomulag sveitarfélaganna og heilbrigðisráðuneytisins um uppbygginguna var svo undirritað í dag. Þar með styttist í lokin á langri bið Seltirninga eftir hjúkrunarheimili. En finnst bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi ekkert skrýtið að senda þá Seltirninga sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda yfir til Reykjavíkur. "Nei nei, ég held þeim sé alveg óhætt hérna," segir Jónmundur. "Reyndar er það þannig að við erum að senda okkar öldruðu og sjúku upp í Grafarvog á hjúkrunarheimili sem þar er, Eir. Þannig að það er um langan veg að fara fyrir fólk úr bænum og með byggingu hjúkrunarheimilis hér sem tekur mið af framtíðarþörf okkar fyrir hjúkrunarrými aldraðra held ég að við séum afar sátt með fyrsta flokks hjúkrunarheimili í túnfætinum." Við undirritun samkomulagsins gagnrýni borgarstjóri að ekki hefði verið staðið við samkomulag borgaryfirvalda og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem gert var fyrir síðustu kosningar. "Ég er mjög ánægð með það að við skildum vera að skrifa undir hér í dag og að það bætast við 60 rými fyrir Reykvíkinga," segir Steinunn Valdís. "En auðvitað hlýt ég að vekja athygli á þessu ófremdarástandi sem ríkir í hjúkrunarheimilismálum aldraðra. Ég notaði tækifærið og skkoraði einfaldlega á ríkisstjórnina að gera nú skurk í þessum málum, taka af skarið og láta verkin tala." Undanfarið hefur verið mikið um það rætt að samkomulag sem stjórnvöld gerðu við borgina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi ekki verið efnt. Er þá ástæða til að ætla að þetta samkomulag verði efnt? "Það samkomulag sem þá var gert er einmitt verið að vinna að," segir heilbrigðisráðherra og vísar til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut. "Að sjálfsögðu munum við efna þetta samkomulag. Allir sem hér voru í dag að skrifa undir gera það af miklum heilindum og standa þétt við bakið á þessu verkefni, enda er þetta gott verkefni." Borgarstjórn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Hjúkrunarheimilið verður reist á Lýsislóðinni og nærliggjandi lóð. Gert er ráð fyrir því að þar verði rými fyrir 60 Reykvíkinga og 30 Seltirninga og að nýja hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun í síðasta lagi um áramót 2009 - 2010. Frumkvæði að verkefninu er komið frá Seltjarnarnesbæ sem óskaði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu hjúkrunarheimilis þar í árslok 2003. Seltjarnarnesbær keypti Lýsislóðina og Reykjavíkurborg næstu lóð við hliðina til að byggja á. Samkomulag sveitarfélaganna og heilbrigðisráðuneytisins um uppbygginguna var svo undirritað í dag. Þar með styttist í lokin á langri bið Seltirninga eftir hjúkrunarheimili. En finnst bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi ekkert skrýtið að senda þá Seltirninga sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda yfir til Reykjavíkur. "Nei nei, ég held þeim sé alveg óhætt hérna," segir Jónmundur. "Reyndar er það þannig að við erum að senda okkar öldruðu og sjúku upp í Grafarvog á hjúkrunarheimili sem þar er, Eir. Þannig að það er um langan veg að fara fyrir fólk úr bænum og með byggingu hjúkrunarheimilis hér sem tekur mið af framtíðarþörf okkar fyrir hjúkrunarrými aldraðra held ég að við séum afar sátt með fyrsta flokks hjúkrunarheimili í túnfætinum." Við undirritun samkomulagsins gagnrýni borgarstjóri að ekki hefði verið staðið við samkomulag borgaryfirvalda og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem gert var fyrir síðustu kosningar. "Ég er mjög ánægð með það að við skildum vera að skrifa undir hér í dag og að það bætast við 60 rými fyrir Reykvíkinga," segir Steinunn Valdís. "En auðvitað hlýt ég að vekja athygli á þessu ófremdarástandi sem ríkir í hjúkrunarheimilismálum aldraðra. Ég notaði tækifærið og skkoraði einfaldlega á ríkisstjórnina að gera nú skurk í þessum málum, taka af skarið og láta verkin tala." Undanfarið hefur verið mikið um það rætt að samkomulag sem stjórnvöld gerðu við borgina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi ekki verið efnt. Er þá ástæða til að ætla að þetta samkomulag verði efnt? "Það samkomulag sem þá var gert er einmitt verið að vinna að," segir heilbrigðisráðherra og vísar til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut. "Að sjálfsögðu munum við efna þetta samkomulag. Allir sem hér voru í dag að skrifa undir gera það af miklum heilindum og standa þétt við bakið á þessu verkefni, enda er þetta gott verkefni."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira