90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina 22. maí 2006 17:40 Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Hjúkrunarheimilið verður reist á Lýsislóðinni og nærliggjandi lóð. Gert er ráð fyrir því að þar verði rými fyrir 60 Reykvíkinga og 30 Seltirninga og að nýja hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun í síðasta lagi um áramót 2009 - 2010. Frumkvæði að verkefninu er komið frá Seltjarnarnesbæ sem óskaði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu hjúkrunarheimilis þar í árslok 2003. Seltjarnarnesbær keypti Lýsislóðina og Reykjavíkurborg næstu lóð við hliðina til að byggja á. Samkomulag sveitarfélaganna og heilbrigðisráðuneytisins um uppbygginguna var svo undirritað í dag. Þar með styttist í lokin á langri bið Seltirninga eftir hjúkrunarheimili. En finnst bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi ekkert skrýtið að senda þá Seltirninga sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda yfir til Reykjavíkur. "Nei nei, ég held þeim sé alveg óhætt hérna," segir Jónmundur. "Reyndar er það þannig að við erum að senda okkar öldruðu og sjúku upp í Grafarvog á hjúkrunarheimili sem þar er, Eir. Þannig að það er um langan veg að fara fyrir fólk úr bænum og með byggingu hjúkrunarheimilis hér sem tekur mið af framtíðarþörf okkar fyrir hjúkrunarrými aldraðra held ég að við séum afar sátt með fyrsta flokks hjúkrunarheimili í túnfætinum." Við undirritun samkomulagsins gagnrýni borgarstjóri að ekki hefði verið staðið við samkomulag borgaryfirvalda og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem gert var fyrir síðustu kosningar. "Ég er mjög ánægð með það að við skildum vera að skrifa undir hér í dag og að það bætast við 60 rými fyrir Reykvíkinga," segir Steinunn Valdís. "En auðvitað hlýt ég að vekja athygli á þessu ófremdarástandi sem ríkir í hjúkrunarheimilismálum aldraðra. Ég notaði tækifærið og skkoraði einfaldlega á ríkisstjórnina að gera nú skurk í þessum málum, taka af skarið og láta verkin tala." Undanfarið hefur verið mikið um það rætt að samkomulag sem stjórnvöld gerðu við borgina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi ekki verið efnt. Er þá ástæða til að ætla að þetta samkomulag verði efnt? "Það samkomulag sem þá var gert er einmitt verið að vinna að," segir heilbrigðisráðherra og vísar til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut. "Að sjálfsögðu munum við efna þetta samkomulag. Allir sem hér voru í dag að skrifa undir gera það af miklum heilindum og standa þétt við bakið á þessu verkefni, enda er þetta gott verkefni." Borgarstjórn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Hjúkrunarheimilið verður reist á Lýsislóðinni og nærliggjandi lóð. Gert er ráð fyrir því að þar verði rými fyrir 60 Reykvíkinga og 30 Seltirninga og að nýja hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun í síðasta lagi um áramót 2009 - 2010. Frumkvæði að verkefninu er komið frá Seltjarnarnesbæ sem óskaði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu hjúkrunarheimilis þar í árslok 2003. Seltjarnarnesbær keypti Lýsislóðina og Reykjavíkurborg næstu lóð við hliðina til að byggja á. Samkomulag sveitarfélaganna og heilbrigðisráðuneytisins um uppbygginguna var svo undirritað í dag. Þar með styttist í lokin á langri bið Seltirninga eftir hjúkrunarheimili. En finnst bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi ekkert skrýtið að senda þá Seltirninga sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda yfir til Reykjavíkur. "Nei nei, ég held þeim sé alveg óhætt hérna," segir Jónmundur. "Reyndar er það þannig að við erum að senda okkar öldruðu og sjúku upp í Grafarvog á hjúkrunarheimili sem þar er, Eir. Þannig að það er um langan veg að fara fyrir fólk úr bænum og með byggingu hjúkrunarheimilis hér sem tekur mið af framtíðarþörf okkar fyrir hjúkrunarrými aldraðra held ég að við séum afar sátt með fyrsta flokks hjúkrunarheimili í túnfætinum." Við undirritun samkomulagsins gagnrýni borgarstjóri að ekki hefði verið staðið við samkomulag borgaryfirvalda og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem gert var fyrir síðustu kosningar. "Ég er mjög ánægð með það að við skildum vera að skrifa undir hér í dag og að það bætast við 60 rými fyrir Reykvíkinga," segir Steinunn Valdís. "En auðvitað hlýt ég að vekja athygli á þessu ófremdarástandi sem ríkir í hjúkrunarheimilismálum aldraðra. Ég notaði tækifærið og skkoraði einfaldlega á ríkisstjórnina að gera nú skurk í þessum málum, taka af skarið og láta verkin tala." Undanfarið hefur verið mikið um það rætt að samkomulag sem stjórnvöld gerðu við borgina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi ekki verið efnt. Er þá ástæða til að ætla að þetta samkomulag verði efnt? "Það samkomulag sem þá var gert er einmitt verið að vinna að," segir heilbrigðisráðherra og vísar til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut. "Að sjálfsögðu munum við efna þetta samkomulag. Allir sem hér voru í dag að skrifa undir gera það af miklum heilindum og standa þétt við bakið á þessu verkefni, enda er þetta gott verkefni."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira