Vilja taka upp samning um sölu Landsvirkjunar 11. nóvember 2006 11:16 MYND/Vísir Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu það til á aukafundi borgarráðs sem hófst klukkan tíu að samningur um sölu Landsvirkjunar yrðu teknir upp þannig að ásættanleg niðurstaða fengis fyrir Reykjavíkurborg og borgarbúa. Fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, að vandséð sé hvernig borgarráðsfulltrúar meirihlutans í Reykjavík geta rökstutt óbreyttan samning eftir þær uppljóstranir að til væri nýtt verðmat á Landsvirkjun, dagsett í september, sem staðfesti að hinn nýi samningur byggi á forsendum og verði sem allir borgarfulltrúar hafi verið sammála um að væri óásættanlegt fyrir aðeins 9 mánuðum síðan. Borgarstjóri hafi leynt þessu nýja verðmati fyrir borgarráði og borgarstjórn. Þá telji Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar að skuldabréfin sem Reykjavíkurborg fær sem greiðslu fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu ofmetin um 3,5 milljarða króna. Borgarstjóri segi það "misskilning" og vísi í tveggja daga gamla reglugerð.„Fjórir meginþættir rökstyðja þá skoðun Samfylkingarinnar að verðmatið sé vanmat:i) í spám um raforkuverð til framtíðar er miðað við samninga við Alcoa, sem voru nokkurs konar nauðasamningar, í stað nýjustu samninga um raforku til stóriðju (Alcan) sem voru mun hærri.ii) miðað er við áhættu í áliðnaði í stað áhættu í raforkuiðnaði en Landsbanki Íslands gerði athugasemdir við að þessa aðferð fyrir rúmu ári síðaniii) miðað er við óhagstætt smæðarálag sem svo er kallað, 1,0% í stað 0,5% sem íslensku bankarnir nota við verðmat á stærri fyrirtækjum.iv) framtíðarmöguleikar Landsvirkjunar, þekking á virkjunum og orkunýtingu, núverandi og væntanleg virkjunar- og rannsóknarleyfi og aðrar duldar eignir, svo sem hagur af því að sameina Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða er YFIRHÖFUÐ EKKI metnar til verðs," segir í tilkynningu Dags. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu það til á aukafundi borgarráðs sem hófst klukkan tíu að samningur um sölu Landsvirkjunar yrðu teknir upp þannig að ásættanleg niðurstaða fengis fyrir Reykjavíkurborg og borgarbúa. Fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, að vandséð sé hvernig borgarráðsfulltrúar meirihlutans í Reykjavík geta rökstutt óbreyttan samning eftir þær uppljóstranir að til væri nýtt verðmat á Landsvirkjun, dagsett í september, sem staðfesti að hinn nýi samningur byggi á forsendum og verði sem allir borgarfulltrúar hafi verið sammála um að væri óásættanlegt fyrir aðeins 9 mánuðum síðan. Borgarstjóri hafi leynt þessu nýja verðmati fyrir borgarráði og borgarstjórn. Þá telji Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar að skuldabréfin sem Reykjavíkurborg fær sem greiðslu fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu ofmetin um 3,5 milljarða króna. Borgarstjóri segi það "misskilning" og vísi í tveggja daga gamla reglugerð.„Fjórir meginþættir rökstyðja þá skoðun Samfylkingarinnar að verðmatið sé vanmat:i) í spám um raforkuverð til framtíðar er miðað við samninga við Alcoa, sem voru nokkurs konar nauðasamningar, í stað nýjustu samninga um raforku til stóriðju (Alcan) sem voru mun hærri.ii) miðað er við áhættu í áliðnaði í stað áhættu í raforkuiðnaði en Landsbanki Íslands gerði athugasemdir við að þessa aðferð fyrir rúmu ári síðaniii) miðað er við óhagstætt smæðarálag sem svo er kallað, 1,0% í stað 0,5% sem íslensku bankarnir nota við verðmat á stærri fyrirtækjum.iv) framtíðarmöguleikar Landsvirkjunar, þekking á virkjunum og orkunýtingu, núverandi og væntanleg virkjunar- og rannsóknarleyfi og aðrar duldar eignir, svo sem hagur af því að sameina Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða er YFIRHÖFUÐ EKKI metnar til verðs," segir í tilkynningu Dags.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira