Tókst að koma í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku 6. september 2006 07:30 á Aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn Farþegar námu staðar í gær til þess að fylgjast með fréttum af handtökunum. MYND/AP Níu manns voru handteknir í Óðinsvéum í Danmörku í gær, grunaðir um að hafa haft í bígerð að fremja hryðjuverk. Tveir þeirra voru látnir lausir síðar um daginn. Stjórnvöld í Danmörku fullyrtu að lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvarlega árás á danskri grund. "Þetta er alvarlegasta málið sem komið hefur til minna kasta þann tíma sem ég hef verið dómsmálaráðherra," sagði Lene Espersen dómsmálaráðherra í viðtali við AP fréttastofuna. "Lögreglan fór inn og stöðvaði hópinn meðan hann var að búa sig undir árás." Lögreglan segist ekki vita hve langt á veg undirbúningur mannanna hafi verið kominn, en ákveðið var að ráðast til atlögu gegn þeim áður en það yrði of seint. Fylgst hafði verið með þeim um hríð. "Vísbendingar sem lögreglan fann benda til þess að þeir hafi mjög líklega verið að undirbúa árás einhvers staðar í Danmörku," sagði Espersen. Mennirnir níu eru allir danskir ríkisborgarar, á aldrinum átján ára til 33. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, sagði átta þeirra vera af erlendum uppruna en sagði ekkert um frá hvaða löndum þeir væru. Hann sagði þó að lögregluaðgerðirnar í gær hefðu ekki tengst rannsókn í Þýskalandi, þar sem fjórir líbanskir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Í þýskum fjölmiðlum var fullyrt að einn þessara fjögurra manna, Youssef Mohamad el Hajdib, hefði verið á leiðinni til Danmerkur. Einnig höfðu danskir og þýskir fjölmiðlar sagt frá því að í fórum hans hefði fundist símanúmer hjá Abu Bashar, íslömskum trúarleiðtoga sem búsettur er í Óðinsvéum. Abu Bashar neitar því að þekkja Hadjib, en segir það einungis tímaspursmál hvenær hryðjuverk verði framið í Danmörku. "Osama bin Laden sagði fyrir þremur árum að hann myndi refsa þeim löndum sem hafa her í Írak," sagði Bashar í viðtali við AP fréttastofuna. "Danmörk er á listanum." Um það bil 500 danskir hermenn eru í Írak undir breskri stjórn og 360 danskir hermenn eru í Afganistan á vegum Nató. Bashar sagðist þekkja mennina níu sem handteknir voru í gær. Þeir tilheyrðu samfélagi múslima í Óðinsvéum. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að þeir væru saklausir. "Ég trúi því að þeir verði látnir lausir mjög fljótt," sagði hann. Hryðjuverk hefur ekki verið framið í Danmörku síðan 1985, þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofur flugfélags í Kaupmannahöfn. Einn maður lést og sextán særðust. Þrír Palestínumenn, búsettir í Svíþjóð, voru dæmdir fyrir það og hlutu ævilangt fangelsi. Erlent Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Níu manns voru handteknir í Óðinsvéum í Danmörku í gær, grunaðir um að hafa haft í bígerð að fremja hryðjuverk. Tveir þeirra voru látnir lausir síðar um daginn. Stjórnvöld í Danmörku fullyrtu að lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvarlega árás á danskri grund. "Þetta er alvarlegasta málið sem komið hefur til minna kasta þann tíma sem ég hef verið dómsmálaráðherra," sagði Lene Espersen dómsmálaráðherra í viðtali við AP fréttastofuna. "Lögreglan fór inn og stöðvaði hópinn meðan hann var að búa sig undir árás." Lögreglan segist ekki vita hve langt á veg undirbúningur mannanna hafi verið kominn, en ákveðið var að ráðast til atlögu gegn þeim áður en það yrði of seint. Fylgst hafði verið með þeim um hríð. "Vísbendingar sem lögreglan fann benda til þess að þeir hafi mjög líklega verið að undirbúa árás einhvers staðar í Danmörku," sagði Espersen. Mennirnir níu eru allir danskir ríkisborgarar, á aldrinum átján ára til 33. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, sagði átta þeirra vera af erlendum uppruna en sagði ekkert um frá hvaða löndum þeir væru. Hann sagði þó að lögregluaðgerðirnar í gær hefðu ekki tengst rannsókn í Þýskalandi, þar sem fjórir líbanskir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Í þýskum fjölmiðlum var fullyrt að einn þessara fjögurra manna, Youssef Mohamad el Hajdib, hefði verið á leiðinni til Danmerkur. Einnig höfðu danskir og þýskir fjölmiðlar sagt frá því að í fórum hans hefði fundist símanúmer hjá Abu Bashar, íslömskum trúarleiðtoga sem búsettur er í Óðinsvéum. Abu Bashar neitar því að þekkja Hadjib, en segir það einungis tímaspursmál hvenær hryðjuverk verði framið í Danmörku. "Osama bin Laden sagði fyrir þremur árum að hann myndi refsa þeim löndum sem hafa her í Írak," sagði Bashar í viðtali við AP fréttastofuna. "Danmörk er á listanum." Um það bil 500 danskir hermenn eru í Írak undir breskri stjórn og 360 danskir hermenn eru í Afganistan á vegum Nató. Bashar sagðist þekkja mennina níu sem handteknir voru í gær. Þeir tilheyrðu samfélagi múslima í Óðinsvéum. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að þeir væru saklausir. "Ég trúi því að þeir verði látnir lausir mjög fljótt," sagði hann. Hryðjuverk hefur ekki verið framið í Danmörku síðan 1985, þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofur flugfélags í Kaupmannahöfn. Einn maður lést og sextán særðust. Þrír Palestínumenn, búsettir í Svíþjóð, voru dæmdir fyrir það og hlutu ævilangt fangelsi.
Erlent Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira