Erlent

Giuliani stígur fyrstu skrefin til forsetaframboðs

MYND/AP

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur tekið fyrstu skrefin til framboðs í forsetakosningunum sem fara fram árið 2008. Hann hefur skráð sig fyrir svokallaðri könnunarnefnd sem heimilar honum að safna fé til að ferðast um landið, til þess að kanna stuðning við hugsanlegt framboð.

Rudy Giuliani varð þjóðhetja eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin árið 2001 og nýur enn vinsælda og virðingar. Hann er hófsamur repúblikani sem meðal annars styður strangari skotvopnalög, hjónabönd samkynhneigðra og stofnfrumurannsóknir.

Þar er hann á öndverðum meiði við meirihluta flokksbræðra sinna og George Bush. Hann gerir þó lítið úr þeim skoðanamun og hefur margoft lýst stuðningi sínum við forsetann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×