Innlent

Á gjörgæslu eftir fallhlífarslys

Karlmaður á fertugsaldri slasaðist alvarlega í fallhlífarslysi við Svignaskarð í Borgarfirði rétt eftir hádegið á sunnudaginn.

Maðurinn var að fljúga fallhlíf, sem útivistarmenn nota til að láta draga sig í vindi, þegar hlífin lenti í snarpri vindhviðu. Dróst maður-inn með henni tíu metra og brotlenti ofan í skurði.

Maðurinn rifbeinsbrotnaði og hlaut brjóstholsáverka. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þar sem hann gekkst undir aðgerð. Að sögn svæfingalæknis er manninum haldið sofandi í öndunarvél.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.