Bush lætur ekkert uppi um Íraksmálið 15. nóvember 2006 06:45 Lausnararnir Nokkrir af fulltrúum Íraksnefndarinnar koma af fundi með Bush í Hvíta húsinu á mánudaginn. Þeir eru frá vinstri: Leon Panetta, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, William J. Perry, fyrrverandi varnarmálaráðherra, Edwin Meese, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Charles Rob, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, Philip Zelikov framkvæmdastjóri og Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari. fréttablaðið/AP MYND/AP Einhverjar vonir eru bundnar við það að Íraksnefndin, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti átti fund með á mánudaginn, skili af sér niðurstöðum sem gætu auðveldað Bush forseta og þingmeirihluta demókrata að ná sáttum um breytta stefnu gagnvart Írak. Nefndin ræddi einnig í gær við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú vill koma í framkvæmd „heildrænni stefnu“ gagnvart Mið-Austurlöndum þar sem athyglinni er ekki eingöngu beint að Írak. Íraksnefndin hefur frá því síðastliðið vor unnið að því að safna saman upplýsingum um Íraksstríðið, kanna hvað hefur farið úrskeiðis og leita lausna á vandræðunum. Ljóst er þó að nefndin mun ekki birta niðurstöður sínar fyrr en í fyrsta lagi seint í þessum mánuði, og hugsanlega aldrei. Bush forseti hafnaði á mánudaginn hugmyndum demókrata um að byrjað verði að kalla bandaríska herinn heim frá Írak innan hálfs árs. Bush hafði í sumar hafnað sambærilegum tillögum frá demókrötum. Alveg fram að þingkosningunum í síðustu viku talaði Bush um mikilvægi þess að Bandaríkjamenn þrauki þar til sigur vinnst í Írak, en demókratar hafa lagt áherslu á að bandaríski herinn sé kominn í þvílíkar ógöngur í Írak að það verði að kalla hann heim sem fyrst. Tveir menn veita nefndinni forystu, þeir James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er repúblikani, og Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður, sem er demókrati. Íraksnefndin er skipuð jafnt demókrötum sem repúblikönum, og Robert Gates, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti sæti í nefndinni allt þar til í síðustu viku. Auk demókrata hafa einnig sumir repúblikanar á þinginu þrýst verulega á forsetann um að breyta um stefnu í Írak. Bush forseti sagði hins vegar ekki margt þegar hann kom af fundi sínum með Íraksnefndinni á mánudaginn. Hann sagðist hafa átt „góðar viðræður“ með nefndinni og að hann hlakki til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“. James A. Baker, annar tveggja formanna nefndarinnar, hefur talað opinskátt um að hann telji að Bandaríkin verði að fá bæði Írana og Sýrlendinga til liðs við sig til þess að draga úr átökum innan Íraks. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í ræðu sinni um utanríkismál á mánudaginn. Bush hefur hins vegar ekkert gefið út á þessar hugmyndir, og ekkert viljað gefa til kynna um hugsanlega stefnubreytingu í Írak, að öðru leyti en því að hann fékk Gates til þess að verða næsti utanríkisráðherra í staðinn fyrir Donald Rumsfeld. Bush hefur hins vegar jafnan lagt áherslu á að Bandaríkjamenn verði að undirbúa Íraka til þess að taka sjálfir við öryggismálum í eigin landi. Erlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Einhverjar vonir eru bundnar við það að Íraksnefndin, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti átti fund með á mánudaginn, skili af sér niðurstöðum sem gætu auðveldað Bush forseta og þingmeirihluta demókrata að ná sáttum um breytta stefnu gagnvart Írak. Nefndin ræddi einnig í gær við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú vill koma í framkvæmd „heildrænni stefnu“ gagnvart Mið-Austurlöndum þar sem athyglinni er ekki eingöngu beint að Írak. Íraksnefndin hefur frá því síðastliðið vor unnið að því að safna saman upplýsingum um Íraksstríðið, kanna hvað hefur farið úrskeiðis og leita lausna á vandræðunum. Ljóst er þó að nefndin mun ekki birta niðurstöður sínar fyrr en í fyrsta lagi seint í þessum mánuði, og hugsanlega aldrei. Bush forseti hafnaði á mánudaginn hugmyndum demókrata um að byrjað verði að kalla bandaríska herinn heim frá Írak innan hálfs árs. Bush hafði í sumar hafnað sambærilegum tillögum frá demókrötum. Alveg fram að þingkosningunum í síðustu viku talaði Bush um mikilvægi þess að Bandaríkjamenn þrauki þar til sigur vinnst í Írak, en demókratar hafa lagt áherslu á að bandaríski herinn sé kominn í þvílíkar ógöngur í Írak að það verði að kalla hann heim sem fyrst. Tveir menn veita nefndinni forystu, þeir James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er repúblikani, og Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður, sem er demókrati. Íraksnefndin er skipuð jafnt demókrötum sem repúblikönum, og Robert Gates, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti sæti í nefndinni allt þar til í síðustu viku. Auk demókrata hafa einnig sumir repúblikanar á þinginu þrýst verulega á forsetann um að breyta um stefnu í Írak. Bush forseti sagði hins vegar ekki margt þegar hann kom af fundi sínum með Íraksnefndinni á mánudaginn. Hann sagðist hafa átt „góðar viðræður“ með nefndinni og að hann hlakki til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“. James A. Baker, annar tveggja formanna nefndarinnar, hefur talað opinskátt um að hann telji að Bandaríkin verði að fá bæði Írana og Sýrlendinga til liðs við sig til þess að draga úr átökum innan Íraks. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í ræðu sinni um utanríkismál á mánudaginn. Bush hefur hins vegar ekkert gefið út á þessar hugmyndir, og ekkert viljað gefa til kynna um hugsanlega stefnubreytingu í Írak, að öðru leyti en því að hann fékk Gates til þess að verða næsti utanríkisráðherra í staðinn fyrir Donald Rumsfeld. Bush hefur hins vegar jafnan lagt áherslu á að Bandaríkjamenn verði að undirbúa Íraka til þess að taka sjálfir við öryggismálum í eigin landi.
Erlent Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira