Mannskæð árás í Kabúl 8. september 2006 23:00 Hermenn á vettvangi í Kabúl í dag. MYND/AP Að minnsta kosti 16 manns féllu og fjölmargir særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt sendiráði Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Skömmu síðar komu herforingar Atlandshafsbandalagsins saman til fundar í Póllandi til að ræða fjölgun í fjölþjóðlegu herliði í Afganistan. Á sama tíma og herforingjarnir funduðu í Varsjá ræddust við þeirJaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem fjölgun í herliðinu bar einnig á góma. Hæstráðandi hershöfðingi NATO í Afganistan fór þess á leit í gær við ríki bandalagsins að þau fjölguðu í herliði sínu því Talíbanar hafi gert fjölmargar mannskæðar árásir á herlið síðustu daga og vikur. Árásirnar hafi ekki verið fleiri eða skæðari síðan Talíbönum var komið frá völdum árið 2001. Um það bil tuttugu þúsund hermenn á vegum NATO eru nú í Afganistan og álíka margir á vegum Bandaríkjamanna. Árásin í dag er með þeim mannskæðustu sem orðið hafa síðustu vikur. 16 féllu og um 30 særðust. Bílsprengjan sprakk þar sem bílalest Bandaríkjahers fór um nálægt sendiráðinu. Háttsettir herforingjar segja átökin í Afganistan nú orðin mun skæðari en í Írak. Fjölmargar sprengjuárásir hafa verið gerðar í Afganistan síðustu vikur en fátítt er að jafn öflugar sprengjur springi í miðborg Kabúl. Hernaðarsérfræðingar segja það muni reynast Atlandshafsbandalagsríkjum erfitt að finna viðbótar hermenn til að senda til Afganistan þar sem þegar sé teygt um of á hernaðargetu flestra ríkjanna. Herlið NATO tók við stjórn herliðsins í Afganistan úr höndum Bandaríkjamanna í júlí. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Að minnsta kosti 16 manns féllu og fjölmargir særðust þegar bílsprengja sprakk nálægt sendiráði Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun. Skömmu síðar komu herforingar Atlandshafsbandalagsins saman til fundar í Póllandi til að ræða fjölgun í fjölþjóðlegu herliði í Afganistan. Á sama tíma og herforingjarnir funduðu í Varsjá ræddust við þeirJaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem fjölgun í herliðinu bar einnig á góma. Hæstráðandi hershöfðingi NATO í Afganistan fór þess á leit í gær við ríki bandalagsins að þau fjölguðu í herliði sínu því Talíbanar hafi gert fjölmargar mannskæðar árásir á herlið síðustu daga og vikur. Árásirnar hafi ekki verið fleiri eða skæðari síðan Talíbönum var komið frá völdum árið 2001. Um það bil tuttugu þúsund hermenn á vegum NATO eru nú í Afganistan og álíka margir á vegum Bandaríkjamanna. Árásin í dag er með þeim mannskæðustu sem orðið hafa síðustu vikur. 16 féllu og um 30 særðust. Bílsprengjan sprakk þar sem bílalest Bandaríkjahers fór um nálægt sendiráðinu. Háttsettir herforingjar segja átökin í Afganistan nú orðin mun skæðari en í Írak. Fjölmargar sprengjuárásir hafa verið gerðar í Afganistan síðustu vikur en fátítt er að jafn öflugar sprengjur springi í miðborg Kabúl. Hernaðarsérfræðingar segja það muni reynast Atlandshafsbandalagsríkjum erfitt að finna viðbótar hermenn til að senda til Afganistan þar sem þegar sé teygt um of á hernaðargetu flestra ríkjanna. Herlið NATO tók við stjórn herliðsins í Afganistan úr höndum Bandaríkjamanna í júlí.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira