Fótbolti

Rosenborg með níu fingur á titlinum

steffen iversen Fagnar hér marki sem hann skoraði með norska landsliðinu.
steffen iversen Fagnar hér marki sem hann skoraði með norska landsliðinu. MYND/nordic photos/bongarts

Rosenborg er komið með níu fingur á meistaratitilinn í norsku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á Brann í gær. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru að venju í hjarta varnarinnar í Brann og léku allan leikinn. Brann byrjaði sumarið afar vel og var varnarleikurinn sérstaklega sterkur. En Björgvinarliðið hefur gefið eftir í síðustu umferðum og hefur Rosenborg fært sér það í nyt. Þegar tvær umferðir eru eftir er liðið með sex stiga forskot á Brann og auk þess mun betri markatölu.

Öyvind Storflor kom Rosenborg yfir en Martin Andresen jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Vendipunkturinn kom á 68. mínútu er Steffen Iversen skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Kristján fékk það hlutverk að gæta Iversen en sá síðarnefndi hafði betur í skallaeinvíginu. Marek Sapara bætti svo um betur með glæsimarki beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×