Börn of lengi í skólanum 23. október 2006 07:00 Nauðsynlegt kann að vera að breyta starfsháttum og draga úr greiningum á hegðurnarröskunum barna, segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ingvar segir vandamál meðal yngstu grunnskólabarna fara vaxandi og ekki megi ganga að því vísu að það sé vegna skorts á aga heldur hafi viðvera barna innan skólans aukist gríðarlega. Ingvar kynnti um helgina viðamikla rannsókn sem hann gerði ásamt Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra Kennaraháskólans. Rannsóknin var gerð á síðasta skólaári og var rætt við 233 starfsmenn almennra grunnskóla og fyrirliggjandi skólastarf kannað til hlítar. Meðal þess sem kom í ljós er að agavandamál barna eru misjöfn eftir skólum. Í 20 prósentum þeirra hvíldu agavandamál mjög þungt á starfsfólki. Einhver vandamál voru í 60 prósentum skóla en þar hafði starfsfólk tök á vandanum. Hverfandi agavandi var í fimmtungi skóla. Það vakti athygli okkar að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra, sem og barna, afar jákvætt auk þess sem foreldrastarf var áberandi öflugt, segir Ingvar. Hann segir dæmi um að hegðun barna sem greind hafa verið með agavanda geti batnað verulega við það eitt að skipta um skóla. Hann telur aukna tilhneigingu til að greina börn með hegðunarröskun til trafala. Sálfræðingar séu meira og minna bundnir við að greina vanda barna. Þeir hafi því ekki tíma til að vinna með börnunum og bæta líðan þeirra. Það er ekki nóg að greina börn með hegðunarraskanir heldur þufum við að bæta skólana, segir Ingvar. Hann segir afar brýnt að breyta starfsháttum í skólastarfi með tilliti til þess hve viðvera ungra barna hefur aukist gríðarlega. Börn fá ekki næga hreyfingu. Þau sitja alltof mikið við námið og það skapar vandamál. Það má vel nota aðrar aðferðir við kennsluna, segir Ingvar. Hann segir langvarandi kyrrsetunám nútímans einkum bitna á drengjum, sem eru 81 prósent af þeim börnum sem skapa vandamál í skólastarfi. Hann segir að ekki megi líta á það sem náttúrulögmál að strákar séu óþægari, heldur eigi að breyta skólastarfinu með þarfir þeirra í huga. Rannsóknir sýni að slíkar breytingar komi stúlkum einnig til góða. Undir þessi orð tekur Helgi Viborg sálfræðingur. Hérlendis hefur verið lögð áhersla á að greina börn með vandamál í stað þess að taka á vandamálinu og vinna með börnunum. Horft er á börn út frá læknisfræði og með því verða þau vandamál og sjúkdómsberar. Frekar ætti að skoða uppeldisaðstæður þeirra. Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Nauðsynlegt kann að vera að breyta starfsháttum og draga úr greiningum á hegðurnarröskunum barna, segir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Ingvar segir vandamál meðal yngstu grunnskólabarna fara vaxandi og ekki megi ganga að því vísu að það sé vegna skorts á aga heldur hafi viðvera barna innan skólans aukist gríðarlega. Ingvar kynnti um helgina viðamikla rannsókn sem hann gerði ásamt Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra Kennaraháskólans. Rannsóknin var gerð á síðasta skólaári og var rætt við 233 starfsmenn almennra grunnskóla og fyrirliggjandi skólastarf kannað til hlítar. Meðal þess sem kom í ljós er að agavandamál barna eru misjöfn eftir skólum. Í 20 prósentum þeirra hvíldu agavandamál mjög þungt á starfsfólki. Einhver vandamál voru í 60 prósentum skóla en þar hafði starfsfólk tök á vandanum. Hverfandi agavandi var í fimmtungi skóla. Það vakti athygli okkar að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra, sem og barna, afar jákvætt auk þess sem foreldrastarf var áberandi öflugt, segir Ingvar. Hann segir dæmi um að hegðun barna sem greind hafa verið með agavanda geti batnað verulega við það eitt að skipta um skóla. Hann telur aukna tilhneigingu til að greina börn með hegðunarröskun til trafala. Sálfræðingar séu meira og minna bundnir við að greina vanda barna. Þeir hafi því ekki tíma til að vinna með börnunum og bæta líðan þeirra. Það er ekki nóg að greina börn með hegðunarraskanir heldur þufum við að bæta skólana, segir Ingvar. Hann segir afar brýnt að breyta starfsháttum í skólastarfi með tilliti til þess hve viðvera ungra barna hefur aukist gríðarlega. Börn fá ekki næga hreyfingu. Þau sitja alltof mikið við námið og það skapar vandamál. Það má vel nota aðrar aðferðir við kennsluna, segir Ingvar. Hann segir langvarandi kyrrsetunám nútímans einkum bitna á drengjum, sem eru 81 prósent af þeim börnum sem skapa vandamál í skólastarfi. Hann segir að ekki megi líta á það sem náttúrulögmál að strákar séu óþægari, heldur eigi að breyta skólastarfinu með þarfir þeirra í huga. Rannsóknir sýni að slíkar breytingar komi stúlkum einnig til góða. Undir þessi orð tekur Helgi Viborg sálfræðingur. Hérlendis hefur verið lögð áhersla á að greina börn með vandamál í stað þess að taka á vandamálinu og vinna með börnunum. Horft er á börn út frá læknisfræði og með því verða þau vandamál og sjúkdómsberar. Frekar ætti að skoða uppeldisaðstæður þeirra.
Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira