Skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi 18. október 2006 07:15 guðrún guðmundsdóttir ásamt börnum sínum Börn Guðrúnar bíða þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins en eldri börn þurfa að bíða lengur. Hrönn Ingibjörg dóttir mín er fimmtán ára nemandi í Fellaskóla og hún er búin að bíða eftir þjónustu greiningarstöðvarinnar í tvö ár en hún er með þroskafrávik eins og yngri systkini hennar. Þar sem styttist í að Hrönn ljúki grunnskólanámi er brýnt að hún fái greiningu sem allra fyrst, segir Guðrún Guðmundsdóttir, fjögurra barna móðir. Þrjú barna Guðrúnar bíða þess að fá þjónustu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Í greiningunni kemur í ljós hvort hún þurfi undanþágu frá samræmdum prófum eða lengri próftíma. Með greiningunni fengjust líka upplýsingar um það hversu mikinn stuðning Guðrún þarf á að halda það sem eftir lifir grunnskólanáms og í framhaldsnámi. Anna Karen, níu ára dóttir Guðrúnar, hefur nú beðið í eitt ár eftir þjónustu GRR en var áður greind með þroskafrávik af skólasálfræðingi. Guðrún segist ítrekað hafa hringt til GRR til að ýta á eftir þjónustu fyrir dætur sínar en þar hefur fátt verið um svör. Stefán Grétar, þriggja ára sonur Guðrúnar, bíður einnig greiningar en því yngri sem börnin eru því styttri er biðtíminn og nú er ljóst að hann kemst að síðar í mánuðinum. Það er skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi og mikilvægt að börnin fái greiningu sem fyrst til að ég viti hvernig ég á að vinna með börnin og fá úr því skorið hvaða þjónustu þau eiga rétt á í skólanum. Elsti sonur Guðrúnar sem nú er sautján ára fékk greiningu á GRR á sínum tíma eftir að hafa beðið í tvö ár. Guðrún segir merkilegt að biðlistarnir séu alltaf jafn langir sama þótt nýjum stöðum sé bætt við. Í viðtali við Stefán Hreiðarsson forstöðumann Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins kom fram að GRR hafi fengið sex ný stöðugildi á fjárlögum og að frekari aukning sé lögð til í fjárlagafrumvarpi. Tilvísunum til stofnunarinnar hafi fjölgað mikið og séu þær nú 250 á ári. Engar upplýsingar hafi hins vegar fengist um það hversu margir bíði né hve biðlistinn sé langur. Guðrún segir sorglegt að þurfa að berjast fyrir rétti barna sinna og að hver vika í bið skipti gríðarlega miklu máli. Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Hrönn Ingibjörg dóttir mín er fimmtán ára nemandi í Fellaskóla og hún er búin að bíða eftir þjónustu greiningarstöðvarinnar í tvö ár en hún er með þroskafrávik eins og yngri systkini hennar. Þar sem styttist í að Hrönn ljúki grunnskólanámi er brýnt að hún fái greiningu sem allra fyrst, segir Guðrún Guðmundsdóttir, fjögurra barna móðir. Þrjú barna Guðrúnar bíða þess að fá þjónustu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Í greiningunni kemur í ljós hvort hún þurfi undanþágu frá samræmdum prófum eða lengri próftíma. Með greiningunni fengjust líka upplýsingar um það hversu mikinn stuðning Guðrún þarf á að halda það sem eftir lifir grunnskólanáms og í framhaldsnámi. Anna Karen, níu ára dóttir Guðrúnar, hefur nú beðið í eitt ár eftir þjónustu GRR en var áður greind með þroskafrávik af skólasálfræðingi. Guðrún segist ítrekað hafa hringt til GRR til að ýta á eftir þjónustu fyrir dætur sínar en þar hefur fátt verið um svör. Stefán Grétar, þriggja ára sonur Guðrúnar, bíður einnig greiningar en því yngri sem börnin eru því styttri er biðtíminn og nú er ljóst að hann kemst að síðar í mánuðinum. Það er skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi og mikilvægt að börnin fái greiningu sem fyrst til að ég viti hvernig ég á að vinna með börnin og fá úr því skorið hvaða þjónustu þau eiga rétt á í skólanum. Elsti sonur Guðrúnar sem nú er sautján ára fékk greiningu á GRR á sínum tíma eftir að hafa beðið í tvö ár. Guðrún segir merkilegt að biðlistarnir séu alltaf jafn langir sama þótt nýjum stöðum sé bætt við. Í viðtali við Stefán Hreiðarsson forstöðumann Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins kom fram að GRR hafi fengið sex ný stöðugildi á fjárlögum og að frekari aukning sé lögð til í fjárlagafrumvarpi. Tilvísunum til stofnunarinnar hafi fjölgað mikið og séu þær nú 250 á ári. Engar upplýsingar hafi hins vegar fengist um það hversu margir bíði né hve biðlistinn sé langur. Guðrún segir sorglegt að þurfa að berjast fyrir rétti barna sinna og að hver vika í bið skipti gríðarlega miklu máli.
Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira