Allt verði rannsakað 17. október 2006 07:00 „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum mikla hagsmuni af því að allt komi upp á yfirborðið og að málið sé ekki slitið úr samhengi með ásetningi. Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að við sýnum fram á að við höfum ekkert að fela. Við viljum ekkert fela. Úrskurður minn í dag sýnir það.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hnekkti úrskurði þjóðskjalavarðar um synjun á beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra, um að skoða gögn er varða hleranir síma hans á tímum kalda stríðsins. Þorgerður Katrín segir Kjartan eiga rétt á að fá upplýsingar um þau gögn sem til eru í Þjóðskjalasafninu og snerta hann og telur aðspurð að hann fái að sjá gögnin í vikunni. „Ég geri ráð fyrir því. Þjóðskjalavörður fer yfir úrskurðinn og ég sé ekki efnislegar ástæður fyrir því að komið verði í veg fyrir það.“ Hún segir eðlilegt, í ljósi umfangs málsins, að þjóðskjalavörður fái ákvörðun æðra stjórnvalds. „Nú getur hann [þjóðskjalavörður] orðið við þeim beiðnum sem fram hafa komið.“ Þorgerður Katrín segir margvísleg rök hníga að því að öll gögn um hleranir og njósnir – hvort sem þau snerta kalda stríðið eða síðari tíma - verði gerð opinber. Þá vill hún að óljósir þættir, til dæmis frásagnir Jóns Baldvins Hannibalssonar af hlerunum á síma utanríkisráðherra 1995, verði rannsakaðir. „Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál og það verður að skoða hvort sími eins af ráðherrum í ríkisstjórn var hleraður. En ég skil samt ekki af hverju hann talaði ekki við forsætis- og dómsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn.“ Þorgerður Katrín segir þar til bærra yfirvalda að taka á málinu; rannsóknarvaldið falli undir dómsmálaráðherra. Hún segir að auk annars sé mikilvægt út frá mennta- og menningarsjónarmiðum að sögunni sé skilað í réttu samhengi til komandi kynslóða. „Það vita allir að Sovétmenn hleruðu hér á sínum tíma og það er líklegt að Bandaríkjamenn hafi líka gert það. Það eru ekki nýjar fréttir. Upplýsingar um hleranir Íslendinga eru nú komnar fram en þær voru ekki óeðlilegar í krafti öryggishagsmuna ríkisins. Í samhengi hlutanna og á sínum tíma gerðu Íslendingar ekkert óeðlilegt. En í dag, árið 2006, vil ég fá þetta allt upp á borðið.“ Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
„Við í Sjálfstæðisflokknum höfum mikla hagsmuni af því að allt komi upp á yfirborðið og að málið sé ekki slitið úr samhengi með ásetningi. Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að við sýnum fram á að við höfum ekkert að fela. Við viljum ekkert fela. Úrskurður minn í dag sýnir það.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hnekkti úrskurði þjóðskjalavarðar um synjun á beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra, um að skoða gögn er varða hleranir síma hans á tímum kalda stríðsins. Þorgerður Katrín segir Kjartan eiga rétt á að fá upplýsingar um þau gögn sem til eru í Þjóðskjalasafninu og snerta hann og telur aðspurð að hann fái að sjá gögnin í vikunni. „Ég geri ráð fyrir því. Þjóðskjalavörður fer yfir úrskurðinn og ég sé ekki efnislegar ástæður fyrir því að komið verði í veg fyrir það.“ Hún segir eðlilegt, í ljósi umfangs málsins, að þjóðskjalavörður fái ákvörðun æðra stjórnvalds. „Nú getur hann [þjóðskjalavörður] orðið við þeim beiðnum sem fram hafa komið.“ Þorgerður Katrín segir margvísleg rök hníga að því að öll gögn um hleranir og njósnir – hvort sem þau snerta kalda stríðið eða síðari tíma - verði gerð opinber. Þá vill hún að óljósir þættir, til dæmis frásagnir Jóns Baldvins Hannibalssonar af hlerunum á síma utanríkisráðherra 1995, verði rannsakaðir. „Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál og það verður að skoða hvort sími eins af ráðherrum í ríkisstjórn var hleraður. En ég skil samt ekki af hverju hann talaði ekki við forsætis- og dómsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn.“ Þorgerður Katrín segir þar til bærra yfirvalda að taka á málinu; rannsóknarvaldið falli undir dómsmálaráðherra. Hún segir að auk annars sé mikilvægt út frá mennta- og menningarsjónarmiðum að sögunni sé skilað í réttu samhengi til komandi kynslóða. „Það vita allir að Sovétmenn hleruðu hér á sínum tíma og það er líklegt að Bandaríkjamenn hafi líka gert það. Það eru ekki nýjar fréttir. Upplýsingar um hleranir Íslendinga eru nú komnar fram en þær voru ekki óeðlilegar í krafti öryggishagsmuna ríkisins. Í samhengi hlutanna og á sínum tíma gerðu Íslendingar ekkert óeðlilegt. En í dag, árið 2006, vil ég fá þetta allt upp á borðið.“
Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira