Allt verði rannsakað 17. október 2006 07:00 „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum mikla hagsmuni af því að allt komi upp á yfirborðið og að málið sé ekki slitið úr samhengi með ásetningi. Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að við sýnum fram á að við höfum ekkert að fela. Við viljum ekkert fela. Úrskurður minn í dag sýnir það.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hnekkti úrskurði þjóðskjalavarðar um synjun á beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra, um að skoða gögn er varða hleranir síma hans á tímum kalda stríðsins. Þorgerður Katrín segir Kjartan eiga rétt á að fá upplýsingar um þau gögn sem til eru í Þjóðskjalasafninu og snerta hann og telur aðspurð að hann fái að sjá gögnin í vikunni. „Ég geri ráð fyrir því. Þjóðskjalavörður fer yfir úrskurðinn og ég sé ekki efnislegar ástæður fyrir því að komið verði í veg fyrir það.“ Hún segir eðlilegt, í ljósi umfangs málsins, að þjóðskjalavörður fái ákvörðun æðra stjórnvalds. „Nú getur hann [þjóðskjalavörður] orðið við þeim beiðnum sem fram hafa komið.“ Þorgerður Katrín segir margvísleg rök hníga að því að öll gögn um hleranir og njósnir – hvort sem þau snerta kalda stríðið eða síðari tíma - verði gerð opinber. Þá vill hún að óljósir þættir, til dæmis frásagnir Jóns Baldvins Hannibalssonar af hlerunum á síma utanríkisráðherra 1995, verði rannsakaðir. „Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál og það verður að skoða hvort sími eins af ráðherrum í ríkisstjórn var hleraður. En ég skil samt ekki af hverju hann talaði ekki við forsætis- og dómsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn.“ Þorgerður Katrín segir þar til bærra yfirvalda að taka á málinu; rannsóknarvaldið falli undir dómsmálaráðherra. Hún segir að auk annars sé mikilvægt út frá mennta- og menningarsjónarmiðum að sögunni sé skilað í réttu samhengi til komandi kynslóða. „Það vita allir að Sovétmenn hleruðu hér á sínum tíma og það er líklegt að Bandaríkjamenn hafi líka gert það. Það eru ekki nýjar fréttir. Upplýsingar um hleranir Íslendinga eru nú komnar fram en þær voru ekki óeðlilegar í krafti öryggishagsmuna ríkisins. Í samhengi hlutanna og á sínum tíma gerðu Íslendingar ekkert óeðlilegt. En í dag, árið 2006, vil ég fá þetta allt upp á borðið.“ Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Við í Sjálfstæðisflokknum höfum mikla hagsmuni af því að allt komi upp á yfirborðið og að málið sé ekki slitið úr samhengi með ásetningi. Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að við sýnum fram á að við höfum ekkert að fela. Við viljum ekkert fela. Úrskurður minn í dag sýnir það.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hnekkti úrskurði þjóðskjalavarðar um synjun á beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra, um að skoða gögn er varða hleranir síma hans á tímum kalda stríðsins. Þorgerður Katrín segir Kjartan eiga rétt á að fá upplýsingar um þau gögn sem til eru í Þjóðskjalasafninu og snerta hann og telur aðspurð að hann fái að sjá gögnin í vikunni. „Ég geri ráð fyrir því. Þjóðskjalavörður fer yfir úrskurðinn og ég sé ekki efnislegar ástæður fyrir því að komið verði í veg fyrir það.“ Hún segir eðlilegt, í ljósi umfangs málsins, að þjóðskjalavörður fái ákvörðun æðra stjórnvalds. „Nú getur hann [þjóðskjalavörður] orðið við þeim beiðnum sem fram hafa komið.“ Þorgerður Katrín segir margvísleg rök hníga að því að öll gögn um hleranir og njósnir – hvort sem þau snerta kalda stríðið eða síðari tíma - verði gerð opinber. Þá vill hún að óljósir þættir, til dæmis frásagnir Jóns Baldvins Hannibalssonar af hlerunum á síma utanríkisráðherra 1995, verði rannsakaðir. „Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál og það verður að skoða hvort sími eins af ráðherrum í ríkisstjórn var hleraður. En ég skil samt ekki af hverju hann talaði ekki við forsætis- og dómsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn.“ Þorgerður Katrín segir þar til bærra yfirvalda að taka á málinu; rannsóknarvaldið falli undir dómsmálaráðherra. Hún segir að auk annars sé mikilvægt út frá mennta- og menningarsjónarmiðum að sögunni sé skilað í réttu samhengi til komandi kynslóða. „Það vita allir að Sovétmenn hleruðu hér á sínum tíma og það er líklegt að Bandaríkjamenn hafi líka gert það. Það eru ekki nýjar fréttir. Upplýsingar um hleranir Íslendinga eru nú komnar fram en þær voru ekki óeðlilegar í krafti öryggishagsmuna ríkisins. Í samhengi hlutanna og á sínum tíma gerðu Íslendingar ekkert óeðlilegt. En í dag, árið 2006, vil ég fá þetta allt upp á borðið.“
Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira