Fótbolti

Bayern er ekki nógu stórt lið

Þýski sóknarmaðurinn Miroslav Klose kveðst eingöngu hafa áhuga á að yfirgefa herbúðir Werder Bremen ef honum býðst að fara til einhvers af stóru liðunum í Evrópu og nefnir hann Real Madrid og Barcelona í því samhengi.

Klose hefur lengi verið orðaður við Bayern Munchen en hann vill með engu móti fara þangað þar sem félagið er ekki nægilega stórt og ekki með nægilega miklar stjörnur innanborðs.

"Bayern er frábært lið en þegar ég ákveð að breyta um umhverfi, ef það verður einhverntímann, þá vill ég fara til stærra liðs sem hefur á að skipa bestu leikmönnum heims. Það gerir Bayern ekki," sagði Klose.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×