Erlendar skuldir geta varla lækkað meira 3. október 2006 07:15 Sterk staða Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir stöðu ríkissjóðs vera að styrkjast. Erlendar skuldir séu orðnar það lágar að þær verði varla lækkaðar meira. Hann kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2007 á Selfossi í gær. MYND/Pjetur Staða ríkissjóðs er að styrkjast. Við sjáum fram á meiri styrk til lengri tíma en áður sem gefur okkur aukna möguleika á að gera ýmsa hluti, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps næsta árs í gær. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkissjóðs rúmir 373 milljarðar króna en gjöldin tæpir 358 milljarðar. Mismunurinn er 15,5 milljarða króna afgangur. Forsendur frumvarpsins eru talsvert breyttar frá því að langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins var gerð og munar þar bæði á tekju- og gjaldahliðinni. Var í langtímaáætlun búist við að tekjurnar yrðu 35 milljörðum lægri og útgjöldin 23 milljörðum lægri. Þá sparar sérstakt aðhald, sem nemur tveimur prósentum í flestum málaflokkum, rúma tíu milljarða frá því sem miðað var við í langtímaáætlun. Árni Mathiesen segir að þótt tekjuafgangurinn verði nýttur að einhverju leyti til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sé ekki lögð á það jafn rík áhersla og áður. Þær eru orðnar það lágar að við þurfum að hafa sérstaka áætlun í gangi til að halda ríkisskuldabréfamarkaðnum virkum og því má segja að við séum komin á það stig að við getum varla farið með skuldirnar lengra niður. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2007 lækka um 1,7 milljarða frá því sem ráðgert er að þær verði á þessu ári. Skatttekjurnar lækka um 4,4 milljarða. Framlög til almannatrygginga og útgjöld vegna barnabóta aukast á árinu. Brotthvarfi varnarliðsins fylgir nokkur kostnaður sem felst fyrst og fremst í yfirtöku Keflavíkurflugvallar og eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Rúmum átján milljörðum króna verður varið til nýrra framkvæmda á árinu og fer bróðurhlutinn í samgönguframkvæmdir. Skipting fjárins milli einstakra framkvæmda verður tíunduð í samgönguáætlun sem lögð verður fram síðar í mánuðinum. Frumvarpið ráðgerir að einkaneysla lækki um tvö prósent á milli ára. Árni segist búast við að fólk eyði minna og fjárfesti síður í neysluvörum á nýju ári enda hefur manni þótt ansi vel lagt í þá þætti að undanförnu. Heimilin hafa nýtt sér hagstætt gengi og sterka stöðu. Hann segir þó ekki víst að fólk finni þetta á eigin skinni en það muni sjást í tölfræðinni. Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Staða ríkissjóðs er að styrkjast. Við sjáum fram á meiri styrk til lengri tíma en áður sem gefur okkur aukna möguleika á að gera ýmsa hluti, sagði Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps næsta árs í gær. Samkvæmt frumvarpinu verða tekjur ríkissjóðs rúmir 373 milljarðar króna en gjöldin tæpir 358 milljarðar. Mismunurinn er 15,5 milljarða króna afgangur. Forsendur frumvarpsins eru talsvert breyttar frá því að langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins var gerð og munar þar bæði á tekju- og gjaldahliðinni. Var í langtímaáætlun búist við að tekjurnar yrðu 35 milljörðum lægri og útgjöldin 23 milljörðum lægri. Þá sparar sérstakt aðhald, sem nemur tveimur prósentum í flestum málaflokkum, rúma tíu milljarða frá því sem miðað var við í langtímaáætlun. Árni Mathiesen segir að þótt tekjuafgangurinn verði nýttur að einhverju leyti til að greiða niður skuldir ríkissjóðs sé ekki lögð á það jafn rík áhersla og áður. Þær eru orðnar það lágar að við þurfum að hafa sérstaka áætlun í gangi til að halda ríkisskuldabréfamarkaðnum virkum og því má segja að við séum komin á það stig að við getum varla farið með skuldirnar lengra niður. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2007 lækka um 1,7 milljarða frá því sem ráðgert er að þær verði á þessu ári. Skatttekjurnar lækka um 4,4 milljarða. Framlög til almannatrygginga og útgjöld vegna barnabóta aukast á árinu. Brotthvarfi varnarliðsins fylgir nokkur kostnaður sem felst fyrst og fremst í yfirtöku Keflavíkurflugvallar og eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Rúmum átján milljörðum króna verður varið til nýrra framkvæmda á árinu og fer bróðurhlutinn í samgönguframkvæmdir. Skipting fjárins milli einstakra framkvæmda verður tíunduð í samgönguáætlun sem lögð verður fram síðar í mánuðinum. Frumvarpið ráðgerir að einkaneysla lækki um tvö prósent á milli ára. Árni segist búast við að fólk eyði minna og fjárfesti síður í neysluvörum á nýju ári enda hefur manni þótt ansi vel lagt í þá þætti að undanförnu. Heimilin hafa nýtt sér hagstætt gengi og sterka stöðu. Hann segir þó ekki víst að fólk finni þetta á eigin skinni en það muni sjást í tölfræðinni.
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira